Blik - 01.05.1962, Side 99
B L I K
97
skipstjóri á jaktinni Josephine,
Eiríkur Hjálmarsson, verzlun-
armaður, og Árni Filippusson,
kennari. Sá síðasti hlaut stöð-
una eins og fyrra ár, (Sjá grein
um Á. F. á bls. 119—122).
Eins og fyrr segir voru kenn-
aralaun Árna Filippussonar kr.
50,00 á mánuði eða alls kr.
275,00 fyrsta árið. En haustið
1887 lækkaði sýslunefnd laun-
in í kr. 40,00 á mánuði. Af
þessari launalækkun spratt ó-
ánægja, sem leiddi til átaka og
orðaskaks milli sýslunefndar og
skólanefndar. Skólanefndin
taldi skólanum vel borgið í
höndum Árna Filippussonar,
sem reyndist svo vel kennslu-
starfinu vaxinn, að skólanefnd-
in sá ekki ástæður til að hafa
þar hönd í bagga um stjórn og
kennslu. Hún vildi því ógjaman
eiga það á hættu, að Árni hyrfi
frá skólanum sökum launakúg-
nnar. Sýslunefndin taldi sig
hinsvegar hafa öll f jármál skól-
ans, ráð og völd í sínum hönd-
Urn, eins og satt var, og væri
skólanefndin því nafnið tómt,
ef á milli bæri.
A fundi sýslunefndar 8. ágúst
1888 lét oddviti 'hennar, sýslu-
maðurinn M. M. Aagaard, þau
orð falla í eym séra Stefáns
°g annarra sýslunefndar- og
skólanefndarmanna, að skóla-
ncfndin réði engu um launamál
kennarans, því að hún hefði
hvorki f járveitingavald né önn-
ur völd, nema sýslunefndinni
þóknaðist að veita henni þau.
Skólanefndarmönnunum fannst
sér stórlega misboðið með þess-
um orðum sýslumanns. Bréf,
sem presturinn skrifaði oddvita
sýslunefndar daginn eftir hinn
sögulega fund, gefur hugmynd
um valdastreitu þessa um laun
kennarans og ráðningu. Bréf
prestsins fer hér á eftir. (Allar
leturbreytingar eru bréfritar-
ans).
„Á sýslunefndarfundinum í
gær gat ég þess, að hinn nú-
verandi barnakennari, Árni
Filijppusson, mundi fáanlegur
til að taka að sér barnakennsl-
una í ár með sömu kjörum og
að undanförnu. Að afloknum
fundi fór ég til hans og talaði
við hann um þetta. Þóttist hann
þá misskilinn af mér og kvaðst
ekki hafa boðizt til að verða
kennari í ár með sömu launum
sem í fyrra, heldur krafðist
hann 50 kr. um mánuðinn í
stað 40.
Það kemur ekki þessu máli
við, að ég fari að bera hönd
fyrir höfuð mér um réttan
skilning minn eða skilnings-
leysi á orðum og gjörðum kenn-
arans, en þar sem ég engar
lagasannanir get borið fram
fyrir réttum skilningi mínum á
og rétthermi í þessu efni, enda
ekki vildi þó gæti, því að allt
átti sér stað aðeins ,,prívat“
milli okkar, og geta báðir 'hafa