Blik - 01.05.1962, Page 100
98
B L I K
misskilið hvor annan, — svona
í munnlegri samræðu, enda
gleymzt ýmis orð og atvik þar
að lútandi, þá verð ég, fyrst
svona er komið, að skýra hinni
heiðruðu sýslunefnd frá þessu
og biðja oddvitann að kalla
saman fund sem allra fyrst að
kostur er á, því að í eindaga
má heita komið með að útvega
annan, ef nefndinni ekki semur
við kennarann, sem nú er.
Ég skal aðeins leyfa mér að
láta í ljós þá skoðun mína, að
mér virðist það næsta óheppi-
legt fyrir kennsluna í skólanum,
ef menn verða að láta 10 (tíu)
krónur um mánuðinn standa
fyrir því að fá að halda kenn-
ara, sem að góðu er reyndur, og
taka svo einhvern nýjan, sem,
hversu góður, sem hann kann
að verða, þó ennþá er með öllu
óreyndur. Slíkt væri að minni
hyggju beinlínis tilraun til að
eyðileggja kennsluna í skólan-
um, svo að hann yrði aðeins til
að nafninu, og slíkur skóli er
snöggtum verri en enginn.
Skólanefndin mundi að öðru
leyti hafa leitt hjá sér að ónáða
sýslunefndina í þessu máli,
hefði hún ekki heyrt í gær á
fundinum út talað af herra
oddvitanum, að 'hún (skóla-
nefndin) ekkert hefði að segja,
þar sem hún ekkert fjárveit-
ingavald hefði. Munum vér því
á hinum fyrirhugaða fundi
biðja sýslunefndina um að
skýra oss gjör frá því, hver sé
vor verkahringur sem skóla-
nefnd, því að vér viljum ekki
sitja í skólanefnd aðeins að
nafninu fyrir þann skóla, sem
mönnum kynni að þóknast að
gjöra að skóla aðeins að nafn-
inu.
Það er ósk vor undirritaðra
sýslunefndarmanna, að auka-
sýslunefndarfundur verði hald-
inn sem allra fyrst til að ræða
út um þetta mál og fleira, er
skólann snertir.
Vestmannaeyjum, 9. ágúst 1888
Stefán Thordersen,
Gísli Stefánsson,
G. Engilbertsson.
Til oddvita sýslunefndarinnar
í Vestmannaeyjum.“
Sætzt var á að greiða Árna
kennara kr. 250,00 fyrir skóla-
árið eða kr. 45,45 á mánuði frá
15. sept. til 1. marz. Færi tala
nemenda fram úr 15, skyldi
greidd launauppbót. Vantaði
hinsvegar á töluna, var skóla-
nefnd heimilt að veita utan-
héraðsbörnum skólavist, þar til
tölunni 15 væri náð.
Þegar barnaskólinn var stofn-
aður í Vestmannaeyjum, voru
þar búandi 558 manns.
Þar af ólæsir 103 innan 10 ára
12 10—15 ára
1 15—20 ára
2 20—30 ára
Ólæsir alls 21%.