Blik - 01.05.1962, Page 101
B L I K
99
Árið 1881 bjuggu í kauptún-
inu 556 manns.
Þar af ólæsir 104 innan 10 ára
4 10—15 ára
2 15—20 ára
1 20—30 ára
Ólæsir alls 20%.
1882 bjuggu í Eyjum 544 m.
Þar af ólæsir 86 innan 10 ára
10 10—15 ára
1 15—20 ára
3 20—30 ára
Ólæsir alls um 18,4%.
1887 bjuggu í Eyjum 564 m.
Þar af ólæsir 70 innan 10 ára.
Állir aðrir taldir læsir.
Ölæsir alls um 12,4%.
Þessar tölur gefa hugmynd
um áhrifin af skólastarfinu á
lestrarkunnáttu Eyjabúa, og
^tiun kunnátta í skrift og reikn-
ingi lúta líkum hlutföllum.
Árið 1890, 17. sept., var lagt
fram á sýslunefndarfundi upp-
kast að fyrstu reglugjörð fyrir
úarnaskólann í Vestmannaeyj-
uni. Hana hafði skólanefndin
samið fyrir atbeina sýslunefnd-
ar. sem samþykkti uppkastið
mdð smávægilegum breyting-
Urn- Þá hafði barnaskólinn
starfað í 10 ár. Séra Oddgeir
öuðmundsen, eins og hann
skrifaði sig þá, hinn nýi prestur
a Öfanleiti, (Séra Stefán Thord-
ersen lézt 3. apríl 1889), mun
hafa átt drjúgan þátt í því að
reglugjörðin var samin. Hann
Var Þjálfaður kennari og reynd-
nr skólamaður, eins og áður
er drepið á. Hann tók nú raun-
verulega við forustunni í skóla-
málum sveitarfélagsins.
Við sýslunefndarkosningu
1889 (22/6) hafði Sigurður
Sveinsson ekki verið endurkos-
inn í sýslunefndina. Þá hvarf
hann jafnframt úr skólanefnd-
inni. Sæti hans í sýslunefnd
tók J. P. Bjarnasen, verzlunar-
stjóri við Austurbúðina. Hann
var jafnframt kosinn í sæti
Sigurðar í skólanefnd og varð
gjaldkeri hennar.
Haustið 1890 afréð sýslu-
nefndin að lengja skólaárið um
hálfan mán. Skyldi skólinn þá
hefjast 1. sept. í stað 15. sept.
eins og undanfarin 4 ár og
starfa til febr.loka sem áður, og
laun kennarans verða kr. 275,-
00 fyrir starfstímann, 6 mánuði.
Næsta haust (1891) var kaup
kennarans hækkað í kr. 50,00
á mánuði, eða í kr. 300,00 fyrir
6 mánaða starf.
Stiftsyfirvöldin gjörðu nokkr-
ar athugasemdir við uppkastið
að hinni nýju reglugjörð. Þær
athugasemdir lutu fyrst og
fremst að heilbrigðis'háttum,
um rekstur skólans og dagleg
störf. I reglugjörðinni skyldu
vera ákvæði um 5—6 mínútna
kennsluhlé milli hverrar
kennslustundar og 10 mínútur
einu sinni á dag. Þá skyldi þar
einnig kveðið svo á, að skóla-
nefnd hefði gætur á, að kennslu-
stofa sé það stór í hlutfalli við