Blik - 01.05.1962, Page 109
B L I K
107
urinn einvörðungu. I yngri
deildinni voru 30 nemendur.
Þar kenndi Eiríkur Hjálmars-
son, sem nú hóf kennslu við
skólann fyrsta sinni. Hann var
síðan fastur kennari við barna-
skóla Vestmannaeyja til ársins
1928, eða í 33 ár samfleytt.
I yngri deild skólans var vita-
skuld lögð mest áherzla á lest-
ur, skrift og reikning. Einnig
fór þar fram kristindóms-
fræðsla.
Haustið 1896 tók skólinn til
starfa 14. sept. með 40 nem-
endum. Kennarar voru hinir
sömu og áður og skólinn allur
með sama sniði og árið áður.
Þannig hélzt það fram um alda-
mótin bæði um kennara, nem-
endatal og starfshætti.
Árlega hlaut skólinn styrk úr
landssjóði. En meira fé var
honrnn þó árlega lagt úr
hreppssjóði. Rétt þykir að birta
hér yfirlit yfir tekjur og gjöld
skólans eitt árið fyrir aldamót-
in til glöggvunar áhugasömum
lesanda, þ. e. skólaárið 1897—
1898 samkv. reikningi oddvit-
ans, Þorsteins læknis.
Tekjur:
1. Styrkur úr landssjóði Kr. 263,00
2. Greitt úr sveitarsjóði — 320.70
3. Leiga af húsinu — 15,00
Tekjur alls kr. 598,70
Gjöld:
1. Viðhald og áhöld Kr. 17,70
2. Eldiviður — 31,00
3. Laun kennaranna — 430,00
4. Hirðing skólans — 30,00
5 Afborgun og vextir til
landssjóðs af skulda-
bréfi dags. 27. maí
1884, upph. kr. 1500,00
(árleg greiðsla) — 90,00
Gjöld alls kr. 598,70
Jafnframt reikningsyfirlitinu
læt ég fljóta hér með til sýnis
og glöggvunar stundatöflu skól-
ans skólaárið 1897—1898, , sem
þá var kölluð lestafla.
(Sjá lestöflu).
Athygli má það vekja, að
borið er við að kenna eldri nem-
endum dönsku.
Árið áður greiddi hreppurinn
til skólans kr. 368,90 gegn kr.
200,00 úr landssjóði.
HAFIN BARÁTTA GEGN
ÁFENGISNAUTN
Árið 1897 hóf hið opinbera
baráttu gegn tóbaks- og áfeng-
isnautn barna og unglinga og
gerði skólana að baráttuvett-
vangi sínum. Þetta ár eru send
í alla skólana 1790 eintök af
fræðslukveri um vínanda og
tóbak, og fékk bamaskólmn í
Vestmannaeyjum 50 eintök,
sem gefin voru börnunum.
Kver þetta var tvær arkir í
litlu broti. Höfundar þess voru
Þórður J. Thoroddsen, Indriði
Einarsson og Hjálmar Sigurðs-
son. Þeir gerðu ráð fyrir einnar
stundar fræðslu á viku um
skaðsemi áfengis og tóbaks og
miðuðu efni kversins og stærð