Blik - 01.05.1962, Page 116
114
B L I K
um þeim furðu gómsætt. Sýslu-
skjöl Vestmannaeyja frá þess-
um árum, sem geymast á Þjóð-
skjalasafni, bera danskri for-
sjá á Islandi glöggt vitni, votta
sorglegt áhugaleysi og hirðu-
leysi um íslenzka menningu og
söguleg verðmæti.
Fyrstu árin var tjörupappi
látinn nægja utan á borðklæðn-
ingu þaksins. Brátt komst vatn
að viðnum og þakið tók að leka
og fúna. Fól þá sýslunefnd Sig-
urði húsameistara í Nýborg að
setja járn á þakið. Kostnaðará-
ætlun hans um þær framkvæmd-
ir hefi ég í höndum og birti
hana hér til fróðleiks.
1. Áætlun yfir járnþak á
skólahúsið. Þakið er 13 álnir á
lengd og 6 álnir á hæð. Á það
þarf báðumegin með kjöl og
á skorsteinspípuna 68 plötur,
sem klæða 2 álnir og 21 þuml-
ung á lengd og 21 þm. á breidd,
kr. 3,00 hver plata alls krónur
204.00
2. 1000 stk. þaknaglar 14.50
3. Tvær tylftir fírskorin
borð til endurbótar
þakinu undir járnið,
kr. 18.00 hver tylft 36.00
4. 200 stk. f jögurra. þuml.
naglar ... ........... 1.20
5, Kítti ................ 2.00
6 Vinnulaun ............ 30.00
Kostnaður alls kr. 287,70
Sum árin, sem skólinn var
starfræktur í húsi þessu, var
það leigt að sumrinu. T. d.
fékk Gísli Stefánsson, sýslu-
nefndarmaður í Hliðarhúsi, þar
inni að sumrinu fyrir vörur sín-
ar, en hann rak þá verzlun eða
vísi að pöntunar- eða kaupfé-
lagi til 'hagnaðar ýmsum
hreppsbúum.
Barnaskóli Vestmannaeyja
var fluttur í annað skólahús
árið 1904. Um starfrækslu hans
þar fjallar næsti kafli fræðslu-
sögnnnar.
★
Sigurður smiður ísleifsson í
Merkissteini við Heimagötu
fluttist til Vestmannaeyja árið
1903. Þá vildi hann byggja sér
íbúðar'hús suður af Eystra-
Stakkagerði. Aðstaða Sigurðar
til búsetu í Eyjum var góð að
ýmsu leyti. Sjálfur var hann
völundur til allra smíða og svo
var hann svili þess manns, sem
mest ítök og völd hafði í Eyj-
um þá, Sigurðar hreppstjóra
Sigurfinnssonar.
Sigurður ísleifsson byggði hið
nýja hús sitt á hæðinni mjög
nálægt því, sem Hvítingar voru
áður fyrri, steinarnir á þingstað
Eyjaskeggja í fomri tíð og
þing þeirra dró nafn af. Sig-
urður kallaði hús sitt Kára-
gerði, nafni bæjar þess í Land-
eyjum, sem kona hans, Guðrún
Jónsdóttir, var ættuð frá.