Blik - 01.05.1962, Page 118
116
B L I K
(1922) byggðu Goðaland á Flöt-
um (Flatir 16). Þessi hjón
keyptu Dvergastein. Guðmund-
ur réðist smiður við Edinborg-
arverzlun G.J.J. Hjónin bjuggu
í Dvergasteini 3 ár.
Með bréfi dagsettu 27. júlí
1911 kaupir Magnús Jónsson
frá Minni-Borg undir Eyjafjöll-
um (bróðir Guðjóns á Sand-
felli og þeirra bræðra) Dverga-
stein af Guðmundi Magnússyni.
Þau hjón, Magnús og Guðrún
Jónsdóttir, búa í húsinu í 5 ár,
ýmist ein eða þau leigja ann-
arri fjölskyldu rishæðina. T. d.
leigðu þar hjá þeim Magnús
smiður Magnússon og kona
hans Guðrún Erlendsdóttir, sem
síðar byggðu íbúðarhúsið nr. 10
á Flötum. Þá áttu 12 manns
heima í Dvergasteini. Þau munu
hafa flutt úr Dvergasteini um
1920, er þau byggðu á Flötum
og Magnús stofnaði og byggði
bátaviðgerðarstöð sína þar nið-
ur við höfnina. Þau mannvirki
Magnúsar Magnússonar keypti
Ársæll Sveinsson 21. apríl 1941
og byggði þar skipasmíðastöð
sína (Skipasmíðastöð Vest-
mannaeyja).
Með bréfi dags. 15. maí 1916
kaupa hjónin Eiríkur Ögmunds-
son og Júlía Sigurðardóttir
Dvergastein og hafa búið þar
síðan. Kaupverðið var kr.
2000.00.
Þ. Þ. V.
MYNDIN TIL HÆGRI:
Veslmannaeyjabyggð 1891
1. Lengst til vinstri niður við höfnina
eru verzlunarhús Brydeverzlunar.
(Austurbúðarinnar). Sjálft verzlunar-
húsið snýr stafni að höfninni, byggt
1880 úr höggnu móbergi.
2. I hásuður frá verzlunarhúsinu sjást
tvö lítil gerði girt torfgörðum. Hið
syðra þeirra er Fornu-Lönd. Þar um
bil stóð Landakirkja sú, sem Tyrkir
brenndu 1627.
3. Vestan við verzlunarhúsið sést Aust-
urbúðarbryggjan.
4. Spölkorn vestan við bryggjuna gengur
Nausthamar svartur og grettur fram
í höfnina.
5. Vikið hægra megin við Nausthamar-
inn er Lækurinn, athafnasvæði sjó-
manna í Eyjum um 10 alda skeið.
Suður af Læknum, milli hans og
Strandvegarins, voru hrófin, uppsát-
ur fyrir opin skip á vertíðum og
síðar skjögtbáta, eftir að vélbátarnir
komu til sögunnar.
6. Hægra megin við Lækinn (vestan við
hann) sést Stokkhella, sem er undir-
staða Bæjarlrryggjunnar.
7. Spölkorn vestan við Stokkhellu sést
Nýjabæjarhella, þar sem ísfélag Vest-
mannaeyja byggði frystihús sitt 1908.
8. Vikið hægra megin á myndinni er
„Anesarvikið", eins og það hét í dag-
legu tali, kallað eftir Anders skip-
stjóra Asmundsen, afa séra Jes A.
Gíslasonar og þeirra systkina. Anders
skipstjóri er sagður hafa bjargað
barni frá drukknun í viki þessu, sem
skarst suður undir Litlabæ.
9. Burstirnar 7 suður af „Anesarviki"
eru á Litlabæ og Fögruvöllum, hin-
um kunnu tómthúsum.