Blik - 01.05.1962, Page 124
122
B L I K
að hann greiddi stundum kostn-
að við rekstur þess skóla úr
eigin vasa, svo að sum árin
nam þúsundum króna. Hvort
þær upphæðir hafa nokkru
sinni verið honum endurgreidd-
ar síðar, hefi ég ekki fundið
sannanir fyrir, þó að mér þyki
það líklegt.
Haustið 1898 gekk Árni
Filippusson að eiga Gíslínu
Jónsdóttur frá Óttarsstöðum í
Ölfusi. Þau fluttu til Eyja alda-
mótaárið eins og fyrr segir, og
munu fyrst hafa verið til húsa
í Nýja-Kastala eða á Vegamót-
um hjá þeim Eiríki kennara og
Sigurbjörgu. En árið 1902
byggðu þau hjón sér stórt timb-
urhús við vegartroðningana upp
að Gerði og „austur á Bæi“ og
nefndu Ásgarð, það er nú
Heimagata 29.
Um nokkur ár var Árni mjög
áhugasamur og ötull bindindis-
rnaður í Eyjum og umboðsmað-
ur Stórtemplars þar í stúkunni
Báru nr. 2. Áður en stúkan gat
byggt sér fundarhús, fékk Árni
inni í barnaskólahúsinu fyrir
fundi hennar og var þar allt í
öllu í bindindisfélagsskapnum.
Þetta var á kennaraárum hans.
Tryggð hans við málefni bind-
indismanna mun hafa varað til
dánardags. Hann beltti sér fyr-
ir byggingu goodtemplarahúss-
ins á Mylnuhóli 1891.
Þeim hjónum varð 4 barna
auðið: Guðmundur, verkamað-
ur í Rvík (f. 1898). Filippus
Gunnar, yfirtollvörður í Vest-
mannaeyjum (f. 1902) og Guð-
rún, ekkja Þorsteins Johnson
bóksala í Eyjum (f. 1903),
Katrín, gift Árna símritara í
Vestmannaeyjum (f. 1905).
Árni Filippusson mun hafa
verið listrænn maður. Hann var
leturgrafari og smiður góður
og stundaði smíðar og smíða-
föndur á heimili sínu, þegar
tómstundir gáfust til þess.
Páll Bjarnason, skólastjóri
barnaskólans, sem minntist
Árna í blaðagrein, er hann lézt,
segir um hann: „Gleðimaður
var hann í vinahópi, og var
unun við hann að ræða í góðu
tómi. Það bar þó af, hve góð-
gjam hann var og ráðhollur, og
hygg ég, að þess hafi margir
notið bæði fyrr og síðar. Hug-
ur hans til hollra mnbóta var
vakandi til hins síðasta. Glóðir
æskunnar lifðu í sál hans til
æviloka.“
Séra Oddgeir Guðmundsen,
bamakennari í Vestmannaeyj-
um 1893—1904.
(F. 11. ág. 1849. D. 2. jan. 1924)
Séra Oddgeir Þórðarson
Guðmundsen var sonur Þórðar
sýslumanns og kammerráðs að
Litla-Hrauni í Árnessýslu Guð-
mundssonar verzlunarmanns á
ísafirði.