Blik - 01.05.1962, Page 128
126
B L I K
hann þá mest í barnastúkunni.
Frú Anna Guðmundsdóttir,
kona sér Oddgeirs, lézt 2. des-
ember 1919. Höfðu Eyjamenn
þá fyrir nokkru haldið þeim
hjónum almennt samsæti og
fært þeim þakkargjörð fyrir
langt og giftudrjúgt starf í
sókninni. Hafði þá séra Odd-
geir verið prestur samfleytt í
45 ár.
Séra Oddgeir lét sér sérstak-
lega annt um hag nágranna
sinna á Ofanbyggjarabæjum og
beitti sér m. a. fyrir því, að
þeir fengju sætt sem hagstæð-
ustum innkaupum á nauðsynja-
vörum með einskonar innkaupa-
samtökum. Hann leitaði því fyr-
ir bændur og búaliða eftir til-
boðum verzlana í Eyjum um
verð á nauðsynjavörum handa
þeim, ef svo og svo mikið vöru-
magn yrði keypt í einu lagi.
Venjulega var það Verzlun
Gísla J. Johnsen, sem bauð séra
Oddgeir beztu kjörin. Á þennan
hátt vann hann að bættum
efnahag nágranna sinna og
sóknarbarna fyrir ofan Hraun.
Séra Oddgeir var talinn ágæt-
ur ræðumaður. Hann var til-
finninganæmur og samúðarrík-
ur sálusorgari, en jafnframt var
hann raunhyggjumaður, sem
fjöldi eldri Eyjabúa minnist
enn með mikilli virðingu og ó-
menguðum hlýleika.
Séra Magnús Þorsfeinsson,
hélt kvöldskóla í Vestmanna-
eyjum veturinn 1894—1895,
(F. 3. jan. 1872 D. 4. júlí 1922).
Séra Magnús Þorsteinsson
var sonur héraðslæknishjón-
anna í Vestmannaeyjum, Þor-
steins Jónssonar og Matthildar
Magnúsdóttur. Þorsteinn lækn-
ir, og oddviti í þrjá áratugi í
Eyjum, var sonur Jóns bónda
Þorsteinssonar í Miðkekki í
Flóa og síðar í Hræringsstaða-
hjáleigu og konu hans, Þórdísar
Þorsteinsdóttur Runólfssonar.
Læknisfrúin Matthildur var
dóttir Magnúsar bónda Þorkels-
sonar frá Fjarðarhorni í Helga-
fellssveit.
Þau hjón giftust 12. okt. 1865
og fluttust þá til Vestmanna-
eyja, þar sem Þorsteinn gerðist
héraðslæknir og fékk skipun í
það embætti tvehn árum síðar.
Magnús sonur þeirra var
fæddur í Landlyst* í Eyjum, og
ólst þar upp. Undir skóla lærði
hann hjá föður sínum, sem oft
tók drengi til kennslu, sérstak-
lega ef þeim var ætlað lang-
* Rétt þykir mér að geta þess, að
fræðaþulurinn Sighvatur Borg-
firðingur telur séra Magnús
fæddan í Sjólyst í Eyjum, en
það er tæpast rétt, því að lækn-
isihjónin keyptu Landlyst árið
1869 og fengu byggingu fyrir
henni (tómthúslóðinni) 16. ágúst
sama ár. Þau munu hafa flutt í
húsið það sumar eða um haustið.