Blik - 01.05.1962, Síða 132
130
B L I K
vamm sitt vita í einu eða
neinu.
Haustið 1888 kom Sigurbjörg
R. Pétursdóttir2 heitmey Eiríks,
til Vestmannaeyja til þess að
giftast unnusta sínum. Þau gift-
ust 28. okt. það haust. Þá var
hann 32 ára en hún 24, (f. 24.
nóv. 1864).
Sumarið 1888 festi Eiríkur
Hjálmarsson kaup á tómthús-
inu Nýja-Kastala, þar sem Mar-
grét Jónsdóttir ekkja hafði bú-
ið, síðan hún missti mann sinn,
Jón Hannesson, 1853. Þar hafði
Hannes Jónsson, sonur hennar,
formaður á áttær. Gideon og
hafnsögumaður, dvalizt með
móður sinni frá fæðingu og þar
myndaði hann og mótaði 'hjú-
skaparheimili sitt með Margréti
Brynjólfsdóttur konu sinni frá
Norðurgarði 1881.
Nú fékk Hannes byggingu
fyrir jörðinni Miðhúsum, en Ei-
ríkur fyrir tómthúsinu Nýja-
Kastala frá 2. júlí 1888. Eirík-
ur hafði þannig af mikilli fyrir-
hyggju tryggt sér varanlegan
samastað, þegar brúðarefnið
kom til Eyja rakleitt til að gift-
ast honum um haustið. Árið
eftir, 6. júlí, eignuðust þau
fyrsta barn sitt. Það var svein-
barn, og hlaut nafnið Vilhjálm-
ur. Það barn misstu þau hjón
á mjög ungum aldri eða innan
við tveggja ára.
Árið 1893 eignuðust þau ann-
að sveinbarn, sem skírt var
Vilhjálmur Ágúst. Hann náði
þroskaaldri, lézt 1927. Þriðja
barn þeirra hjóna er Haraldur
rafvirkjameistari í Reykjavík,
f. 27. júní 1896. Árið 1900
fæddist þeim fjórða barnið,
Hjálmar, (f. 25. jan.), sem var
verzlunarmaður í Vestmanna-
eyjum, d. 1940. Fimmta barn
þeirra hjóna, Anna, er búsett í
Reykjavík, ekkja Guðna skip-
stjóra Jónssonar frá Ólafshús-
um í Eyjum.
Tómthús sitt Nýja-Kastala
nefndi Eiríkur Vegamót. Það
nafn ber húsið enn.
Ég kynntist Eiríki kennara
Hjálmarssyni fyrsta árið, sem
ég starfaði hér í Eyjum. Það
var síðasta starfsár hans við
barnaskólann. Mér er í minni
þessi dagfarsprúði, aldraði
kennari, sem vann starf sitt af
stakri samvizkusemi til síðustu
stundar. Hann kenndi í bama-
skólahúsinu síðari hluta dags
á sama tíma og ég hafði þar
Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Þess vegna kynntist ég honum
og starfi hans betur en ella
hefði verið.
Sigurbjörg Rannveig, kona
Eiríks, lézt 1946, á brúðkaups-
degi þeirra hjóna 28. október.
Hjónaband þeirra var ástúðlegt
og gott, eins og þau voru bæði,
og heimilislíf þeirra eftir því.
j