Blik - 01.05.1962, Page 135
B L I K
133
fræðiþekkingu til framtaks og
dáða í búnaðarmálum sveitar-
innar.
Eggert Finnsson var einn af
stofnendum Siáturfélags Suður-
lands og studdi eftir mætti að
stofnun Eimskipafélags Islands
á sínum tíma.
Félagsmálahyggja Eggerts
Finnssonar var rík og brenn-
andi, því að félagsmálin, sam-
tök huga og handa, taldi hann
máttinn mikla, öflugasta aflið
til að slíta helsi og höft af ís-
lenzku þjóðmni, gera hana
frjálsa og framtakssama.
Þessi mikli félagshyggju-
maður, Eggert bóndi á Meðal-
felli, hafði á yngra manndóms-
skeiði notið reynslu og öðlazt
þroska í einskonar ungmenna-
félagi í sveit sinni, eins og svo
margir aðrir frumkvöðlar okk-
ar Islendinga í félags- og fram-
faramálum.
Árið 1892 stofnuðu bænda-
synir í Kjósar'hreppi félag, sem
nefnt var Bræðrafélag Kjósar-
hrepps. Eggert Finnsson sat í
stjórn þessa félags, sem beitti
sér fyrir svipuðum hugsjónum
og ungmennafélögin síðar.
Áður en Eggert Finnsson
hvarf til náms að Stend, átti
hann átti í því, að keyptur var
fyrsti plógurinn, sem kom í
Kjósarhrepp.
Meðalfellstúnið bar þess vott
snemma, að stórvirkari tæki en
undanristuspaðinn og rekan
voru notuð við túnræktina.
Túnið var orðið yfir 60 dag-
sláttur að stærð eða 19—20 ha.
löngu áður en jarðræktarlögin
(1923) tóku gildi.
Eggert Finnsson kynntist
fyrst sláttuvél á búnaðarskól-
anum á Stend og lærði þar að
skilja gildi hennar. Erfitt
reyndist lengi framan af að fá
þannig gerða sláttuvélartegund
að vel kæmi að notum á þétta
íslenzka túngróðurinn. Það dró
úr kaupum ísl. bænda á sláttu-
vélum fyrst í stað. Fyrstu
sláttuvél sína keypti Eggert
Finnsson 1904 og aðra 1907.
Margt er það fleira en hér
hefir verið drepið á um fram-
tak og hugsjónir Eggerts bónda
á Meðalfelli, sem minnir óneit-
lega á hugsjónir og áhugamál
læriföðurins áhrifaríka á
Stend, Wilsons skólastjóra. Má
þar nefna skilning og áhuga
Eggerts á gildi áveitna og
þurrkun mýriendis. Hann mældi
fyrir áveituframkvæmdum og
þurrkunarskurðum hjá bænd-
um í Kjós og Kjalarnesþingi.
Þá beitti hann sér einnig fyrir
ræktun kúakyns og kynbóta í
sveit sinni. Sjálfum tókst hon-
um sú ræktun svo giftusamlega,
að kúakynið á Meðalfelli varð
frægt á sínum tíma og dæmi
þess, að úrvals kýr þaðan var
seld til kynbóta til Færeyja