Blik - 01.05.1962, Page 136
134
B L I K
fyrir atbeina Búnaðarfélags Is-
lands.
Eins og svo margir aðrir ís-
lenzkir nemendur Wilsons
skólastjóra, beitti Eggert sér
fyrir aukinni vot'heysgerð með
löndum sínum og stéttar-
bræðrum. Sjálfur hófst hann
handa um votheysgerð, er hann
tók við jörð föður síns 1884 og
hóf sjálfstæðan búrekstur. Árið
1902 skrifaði Eggert bóndi
grein um votheysgerð í Búnað-
arritið og sagði þar frá 18 ára
reynslu sinni um gerð og notk-
un votheys. Ekki er mér kunn-
ugt um íslenzkan bónda, sem
gerði vothey hér á landi á und-
an Eggert bónda Finnssyni á
Meðalfelli. Ég hygg, að hann
muni því hafa gert vothey
fyrstur allra íslenzkra bænda og
og fyrirmyndin og þekkingin
komin beint frá búnaðarskólan-
um á Stend, eins og áður er á
drepið.
Ríkur þáttur í ævistarfi Egg-
erts bónda Finnssonar og
þeirra hjóna var hjálpsemi
þeirra og liðsinni við sjúka og
bágstadda. Sjálfur stundaði
Eggert bóndi smáskammta-
lækningar með mjög góðum
árangri, en langt var til læknis
og samgöngur og vegir í lakara
lagi. Eggert Finnsson gerði því
oft að benjum bæði manna og
dýra, ef slys bar að höndum.
Með því að vert er að geta
þess sem gert er vel, þó að
ekki væri nema öðrum til
hvatningar, þá langar mig að
biðja Blik fyrir eftirfarandi frá-
sögn um manndóm og mann-
gæzku Eggerts bónda á Meðal-
felli. Hún á að vera eilítil en
fögur heiðursorða á brjóst ís-
lenzku bændastéttarinnar í
heild.
Það mun hafa verið síðari
hluta vetrar 1890, að Einar
Jónsson, unglingspiltur í Skor-
haga, missti skot úr framhlaðn-
ingi í lærið á sér, þar sem hann
var á fuglaveiðum niður við
Brynjudalsvog. Einar reyrði
fyrir ofan sárið og skreiddist
síðan heim á leið, þar til hann
gat látið heyra til sín frá bæn-
um. Jón bóndi faðir hans brá
síðan við og leitaði á náðir fyr-
irmanna hreppsins um fyrir-
greiðslu til að vitja læknis, en
hann þurfti að sækja alla leið
suður til Hafnarfjarðar. Þetta
var þá í alla staði torsótt leið,
ekki sízt að vetrarlagi eða
snemma vors. Fátítt var, að
menn hefðu hesta á jámum að
vetrinum og margt fleira tor-
veldaði læknisvitjun þessa
löngu leið.
Jón bóndi gekk bónleiður til
síns heima frá fyrsta fyrir-
manni hreppsins, sem hann
leitaði hjálpar til. Hann hafði
engin tök á að veita lið til að
nálgast lækni, þó að líf manns
lægi við. Annar gaf kost á
hjálp sinni með því skilyrði, að