Blik - 01.05.1962, Page 141
FRIÐFINNUR FINNSSON:
Ofanbyggjarar
á fyrstu árum tuttugustu aldar,
- hugsun, störf og strit.
HUGLEIÐINGAR OG
LÍFSREYN SL A.
Því er víst mjög oft þannig
varið, er menn fara að eldast,
að minningarnar frá æskuárun-
um og æskustöðvunum verða
áleitnar, og þá gera menn ó-
sjálfrátt samanburð á því, sem
var, og því, s'em er, um dagleg
störf og lífsvenjur. Um þetta
tala eldri menn og kunningjar,
þegar þeir hittast á förnum
vegi Hjá eldri kynslóðinni
geymist samanburðurinn hverju
sinni.
Ég hét í sumar ritstjóra þessa
rits að segja lesendum þess
eilítið frá lífi fólks og heimilis-
háttum, störfum og lífsbaráttu
á bæjunum „fyrir ofan Hraun',
þ. e. Ofanleitisbæjunum, þegar
ég var að alast þar upp fyrir
40—50 árum með þeirri kyn-
slóð, sem síðust mun hafa búið
við þau frumstæðu lífsskilyrði,
sem hér höfðu verið ríkjandi
um langa tíð og jafnframt átt
sinn þátt í að skjóta styrkum
stoðum undir þær miklu fram-
farir, sem nú hafa átt sér stað
mieð öllum þeim lífsþægindum,
sem þeim eru samfara.
Ég vil reyna að draga upp
dálitla mynd af daglegu lífi
fólksins þarna á bæjunum, eins
og ég man það sannast og bezt.
Fyrir hugarsjónum mínum
svifa óteljandi myndir, hver
annarri fegurri. Ég sé menn og
konur líða fram hjá með glöð-
um svip. Allt eru þetta vinir
mínir og velunnarar, samferða-
menn um lengri eða skemmri
tíma, en nú horfnir bak við
tjaldið, sem skilur okkur að. —
Það er mér yndi að hlusta og
horfa á liðna tíð, sjá bernskuna
og unglingsárin líða fyrir sjón-
ir, þegar allt var svo fagurt og
heillandi, allt brosti við manni
og virtist kleift. Ekki breyttist
íþetta lífsviðhorf, þó að þroska-
árin tækju við. Loftkastalamir,
sem við krakkarnir byggðum,