Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 143
B L I K
141
Guði og biðja hann um vernd,
— sýnið trúmennsku í starfi,
vinnið og verið vinnuglöð. Það
er 'hamingjuleiðin.
Þegar við gengum til prests-
ins, séra Oddgeirs, til undirbún-
ings fermingunni, hvatti hann
okkur unglingana til dáða og
drengskapar og brýndi fyrir
okkur að þjóna ávallt hinu góða
í lífinu. Þegar mennirnir láta
stjórnast af Guði, sagði hann,
verða þeir Guðsmenn og skapa
guðlegt réttlæti á jörðu. Það er
hin fullkomna lausn á öllum
vandamálum heimsins, sagði
hann. Einnig hvatti prestur
okkur til að sækja ætíð kirkj-
una okkar og muna að hún
ætti ætíð að vera okkar andlega
móðir.
Það er sannfæring mín, að
öryggið mesta til að koma lífs-
fleyi sínu heilu í höfn gegn-
um brim og boðaföll lífsins sé
trúin á almáttugan guð. Ekk-
ert af því, sem okkur var kennt
í æsku og hér hefir verið drep-
ið á, mun tækni nútímans hafa
fellt úr gildi, nema síður sé.
Einnig er það sannfæring mín,
að hamingja mannanna sé
nú sem fyrr fólgin í því að
njóta þess eins, sem unnið er
fyrir í sveita síns andlitis.
Arleg störf á ofan-
LEITISBÆJUM.
1.
Eftir áramót hófst vertíð
eins og nú oftast, en öll var
hún þá í smærri stíl. Vélbáta-
útvegurinn var að hefjast og
bátamir þetta 6—8 smálestir.
Flest heimili fyrir ofan hraun
stóðu í eirihverjum tengslum
við útgerðina. Flestir bændurn-
ir áttu hlut í bát, margir 1/6
hluta. Einnig áttu flestir bænd-
urnir fiskkró niðri við Sand, þ.
e. niðri í bæ, og gerðu sjálfir
að afla sínum þar, en daglegum
afla var eins og áður, meðan
opnu skipin vom gerð út, skipt
á bryggju. Bændur og búaliðar,
konur sem karlar, unnu að
bátshlutnum. Bændur beittu
sjálfir og réru, eða þá útgerð-
armenn þeirra, en svo vom ver-
tíðar- eða sjómenn þeirra kall-
aðir þá, sem réra á þeirra veg-
um vegna eignarhluta þeirra í
bát eða bátum. Mjög algengt
var, að kvenfólk ynni að fisk-
aðgerðinni. Þetta fólk gekk svo
götutroðninginn „upp fyrir
Hraun“ að verki loknu.
Krakkar höfðu líka sitt hlut-
verk að inna af hendi. Þeir
færðu fólkinu mat og kaffi nið-
ur í bæ. Alltaf þurfti að flýta
sér í þeim sendiferðum, svo að
maturinn eða kaffið kólnaði
ekki um of á leiðinni, því að þá
voru ekki svo mikil þægindi
sem hitaflöskur til að halda
kaffinu heitu á.
Það fólk, sem heima var allt-
af, svo sem konan og sumir
liðléttingar, hugsuðu um og