Blik - 01.05.1962, Side 144
142
B L I K
Fuglaveidimenn i Bjarnarey 1922. Þeir
eru: Haraldur Eiriksson, Sigurgeir Jóns-
son, Kristmundur Sœmundsson, Friðfinn-
ur Finnsson og Arni Finnbogason.
(Hjálmar Eiríksson tók myndina).
hirtu skepnurnar, meðan vertíð
stóð yfir. Áttu bændur 1—2
kýr og 10—20 kindur á fóðrum,
og margir 1 hest. Hesturinn var
eina farartækið til mann- og
vöruflutninga. Á honum var
mest allt flutt að og frá heim-
ilinu. En margir báru að og
frá heimilinu á sjálfum sér
meira og minna. Áhald, sem
kallað var burðarskrína, var þá
til á hverjum bæ, að ég bezt
man, og jafnvel tvær, þar sem
margt var heimilisfólkið. Þess-
ar skrínur voru með bandi, sem
brugðið var venjulega um
hægri öxl. Þær þóttu þægilegar
til að bera í soðfisk, sundmaga
o. fl. þessháttar. Einnig vöru-
úttekt úr búð, ef lítil var. Allt
stærra var flutt á hestum. Sum-
ir áttu laupa, sem festir voru
á klakkinn á reiðingshestunum.
Á botni laupsins voru lamir
öðru megin og hespa á fram-
brún botnsins, svo að auðvelt
var fyrir liðléttinga að losa
burðinn af hestinum, þegar
heim var komið.
Á mínum uppvaxtarárum var
vetrarríki hér miklu meira en
nú. Oft komu þá á vetuma
harðindakaflar og snjóar svo
miklir, að ekki var fært með
hesta niður í bæ.
Ekki man ég, hvenær ruddur
var vegur fyrir hestvagna upp
fyrir Hraun, en mig minnir, að
það hafi verið gert á árunum
1912—1914. Það þóttu þá mikl-
ar framfarir. Eftir það fóru
Ofanbyggjarar að fá sér aktygi
og hestvagna, fyrst tveir saman
og svo eftir efnum og ástæðum.
2.
Um sumarmál voru lömbin
sótt í Smáeyjar, þar sem þau
höfðu gengið úti allan veturinn.
Lömbin voru þá flutt í Bjarn-
arey, á þann leigumála, sem
hver bóndi hafði þar. Um svip-
að leyti voru gemsar fluttir í
Úteyjar, þeir, sem fóðraðir
höfðu verið heima um veturinn.
Eftir vertíðarlokin (11. maí)
hófst verkun vertíðaraflans. Þá
var saltfiskurinn þveginn og
síðan fluttur út á fiskreitina,
stakkstæðin. Sá fiskflutningur
fór ýmist fram á handvögnum