Blik - 01.05.1962, Side 145
B L I K
143
eða hestvögnum, eftir því,
hversu langt var að flytja fisk-
inn, en áður en vagnar komu
hér til sögunnar, var fiskurinn
fluttur á klakk á stakkstæðin
eða borinn á handbörum.
Einn þáttui' vorverkanna var
að pæla kartöflu- og rófugarð-
ana og sá í þá eða setja niður
útsæðið, og svo auðvitað að
bera á túnin.
Safnþrær höfðu bændur við
öll fjós til þess að nýta áburð-
inn sem allra bezt. Oft voru
líka vanhús bæjanna staðsett á
þeim.
Áburðarvinnan hófst með
því, að hrært var vel upp í for-
inni, mykjan hrærð vel saman
við vökvann. Forin var síðan
borin í stömpum út á túnin. Á
forarstampi voru tvær járn-
lykkjur sitt hvoru megin. Svo
voru stamparnir bornir út á
túnið með stöngum, sem voru
um 21/2 metri á lengd. Á hvorri
stöng miðri var járnkrókur,
sem krækt var í lykkju á stamp-
inum. Þannig báru tveir menn
forarstampinn á milli sín á
stöngunum út á tún. Þar var
síðan höfð fata, sem þeir jusu
forinni með út um völlinn. Ó-
uppleystur húsdýraáburður var
ýmist borinn út á tún á hand-
börum eða honum ekið í hjól-
börum. Um annan áburð var
ekki að ræða í þá daga.
Kvenfólk og unglingar, sem
algengt var að ynnu að þessari
áburðarvinnslu, voru látin nota
svokölluð börubönd. Þau voru
þannig, að reiptagl var látið
liggja aftan á hálsi og um
herðar og lykkju á endum þess
smeygt upp á börukjálkana til
þess að létta á handleggjunum.
Um allan forarburð að vor-
inu ríkti mikil samhjálp á milli
heimilanna og unnið að henni
mikið í skiptivinnu.
í úteyjar var farið í maí-
mánuði til að setja fé í sumar-
haga. Nokkru síðar var farin
ein eftirlitsferð þangað, áður
en allsherjar-rúningsferðin var
farin, en hún var mjög háð
veðurfari að vorinu.
í sjöundu viku sumars var
farið til svartfuglaeggja, bæði
í Bjarnareyjar- og Elliðaeyjar-
leigumála, en Ofanbyggjarar
áttu í þeim báðum. Eggjatekjan
og það mikla búsílag, sem hún
var bændum, fór mikið eftir því,
hvort komizt var í úteyjar á
réttum tíma sökum brims. Það
var mjög undir hælinn lagt. —
Eggin voru „gefin niður“ á
ýmsum stöðum á eyjunum og
þurfti ládeyðu til, ef vel átti að
takast.
Bjarnareyjarleigumálann, sem
Smáeyjar fylgdu, höfðu þessar
jarðir: Ofanleiti, sem er fjórar
jarðir og á nytjar af helmingi
eyjarinnar, Gvendarhús, Suður-
garður (áður Svaðkot), Draum-
bær og Brekkhús, sinn áttunda
hlutann hver eða samtals helm-