Blik - 01.05.1962, Page 146
144
B L I K
ing. Hverri jörð fylgdi 12 kinda
beit í eyjunni að vetrinum og
16 að sumrinu.
I Smáeyjar voru settir á
haustin vænir dilkar til úti-
göngu, — í Hana 7 dilkar, í
Hrauney 9, og var nytjum
þannig hagað, að prestur beitti
Hrauney annan veturinn og
bændur á hinum 4 jörðunum
hinn, og þannig var það með
hina eyna á víxl.
3.
Allir Ofanbyggjarabændur
höfðu útgerð í Klauf suður að
vorinu og á sumrin. Þaðan var
róið alla daga, þegar sjóveður
var og ekkert annað sérstakt
hindraði. Þaðan gengu 4 ára-
bátar, sem þessir bændur áttu:
Séra Oddgeir Guðmundsen
átti einn bátinn, og réri hann
oft með sonum sínum o. fl.
Jón Guðmundsson í Suður-
garði, Sigurður Sveinbjörnsson
í Brekkhúsi og Sigurður Ein-
arsson í Norðurgarði áttu einn
bátinn saman.
Jón Pétursson bóndi í Þór-
laugargerði átti bát einn.
Sæmundur Ingimundarson í
Draumbæ, Finnbogi Björnsson í
Norðurgarði og Einar Jónsson í
Norðurgarði (þar var tvíbýli
eins og nú) áttu einn bátinn
saman.
Það var í þá daga eins og nú,
að fiskurinn var bezti „föður-
landsvinurinn“, enda var eftir
honum leitað, hvar sem hans
var von. Þá voru eingöngu not-
uð handfæri.
Fljótt hafa fiskveiðimenn
veitt því athygli, að ekki var
sama, hvar rennt var færi í sjó.
Bezt aflaðist við hraunbrúnir
eða bríkur, og svo í pollum,
þar sem talinn var sandur í
botni en hraunklakkar í kring.
Þessir fiskisælu blettir voru
miðaðir nákvæmlega á tvo vegu
og hlutu oft nöfn, sem kennd
voru við örnefnin, sem þeir
voru miðaðir við. Stundum réði
þó annað en hugkvæmni manna
nafnavali. Urmull er slíkra fiski-
miða við vestanverða Heima-
ey, sem Ofanbyggjarar notuðu,
allt frá Hænuklakki að norð-
an suður að Súlnaklakki, en
það var syðsta miðið, sem sótt
var á. Þeir voru býsna glöggir
á miðin, gömhi mennirnir. Þetta
voru þeirra vísindi, ratarar og
fisksjár þeirra tíma.
Með þeim miklu breytingum,
sem orðið hafa á allri aðstöðu
til sjósóknar síðustu áratugina,
hafa hin litlu áraskip horfið
gjörsamlega. Þar með fyrnzt
yfir nöfn hinna gömlu fiskimiða
og sjálf gleymast þau með
þeirri kynslóð, sem notaði þau
og óðum er að hverfa. En vissu-
lega væri það mikilvægt máli og
menningu þjóðarinnar að safna
þeim hagalögðum og geyma ó-
bomum kynslóðum. Þeim sjó-
mönnum, sem stunda sjó á opn-