Blik - 01.05.1962, Page 147
B L I K
145
um vélbátum hér grunnt við
Eyjar, gæti orðið fengur að öll-
um þeim fróðleik.
4.
Ég ætla nú að lýsa einum
róðrardegi úr Klauf. Það er
ekki neinn sérstakur dagur, en
ég hugsa mér hann í september.
Annars er hver dagurinn slíkur
öðrum líkur.
Ég tek dæmið að haustinu, því
að það var oft fengsælasti afla-
tíminn. Formaðurinn fer á fætur
klukkan 4 eða löngu fyrir ris-
mál til þess að skyggnast til
veðurs. Nauðsynlegur eiginleiki
góðs formanns er að vera veð-
urglöggur. Og Ofanbyggjarar
standa þar vel að vígi, því að
víður er þar sjóndeildarhring-
ur, og þar kunnu ýmsir að lesa
rétt á hina opnu bók náttúr-
unnar og draga þar af réttar
ályktanir. Það gat varðað
mörg mannslíf , að rétt væri úr
þeim rúnum lesið.
Litist formanni vel á veður-
útlit, fór hann til að vekja há-
setana, sem venjulega voru þrír.
Nestið á sjóinn var venjulega
svo sem tvær flatkökur á mann.
Einnig hafði skipshöfnin með
sér trékút og á honum 5—6
lítra af drykkjarvatni, sem for-
maðurinn sá nm. Skinnklæði sín
og handfæri báru menn á öxl-
inni að heiman hvert sinn, er
ýtt var úr vör. Skinnklæðin
voru skinnbrók og skinnstakk-
ur, hvorttveggja gert úr sút-
uðum sauðskinnum og saumað
heima. Borin var fernisolía í
skinnklæðin, til þess að gera
þau þéttari. Þau reyndust hlý
og góð skjólföt, ef þau voru
vel gerð. — Sjóskór fylgdu
brókinni. Þeir voru úr erlendu
sólaleðri eða vatnsleðri.
Um hálfrar stundar gangur
er út í Klauf af Ofanbyggjara-
bæjunum. Þegar þangað kom,
lögðu menn af sér byrðarnar,
leystu bátinn, sem var venju-
lega bundinn í nausti við
augabolta, sem festir voru í
klappirnar. Hver bátur átti
þarna sitt naust. Síðan voru
hlunnar teknir fram og raðað
aftur undan bátnum, svo að
léttara yrði að setja fram til
sjávar. Hlunnarnir voru venju-
lega úr hvalbeini eingöngu eða
þá gjörðir úr eik eða öðrum
hörðum viði og festur hval-
beinsbútur á þá miðja, svo að
betur rynni á þeim. Þegar bát-
urinn hafði verið settur fram í
sjávarmál, skinnklæddi skips-
höfnin sig og ýtti síðan á flot.
Þegar komið var nokkrar
bátslengdir frá vörlnni, tók
formaður og þá skipshöfnin öll
ofan höfuðfatið. Þá las for-
maður sjóferðarbæn. Hún var
svo hljóðandi:
„Við skulum allir biðja eilíf-
an og almáttugan Guð að vera
með okkur í Jesúnafni. Förum
við svo okkar leið í ótta Drott-