Blik - 01.05.1962, Page 151
B L I K
149
það. Mest var þangið tekið í
Brimurð og nokkuð í Klaufinni.
Þangið þótti sæmilega gott
eldsneyti, sérstaklega bóluþang.
Því var að langmestu leyti
brennt í útieldhúsum, sem þá
voru á hverjum bæ fyrir ofan
Hraun.
Þá var að haustinu oft farið
á grasafjöru og tekin fjörugrös
til skepnufóðurs. Þau voru
reytt af fjörugrjótinu með ber-
um höndum. Algengt var, að
menn urðu blóðrisa á höndum
eftir það verk. Eins var með
þau og þangið: Þau voru pokuð,
flutt heim á hestum og þurrk-
uð á túninu. Síðan voru þau lát-
in í tunnu og fergð. Á vetrum
voru þau gefin kúm með fóður-
bæti. Þá var 'hellt á þau heitu
vatni. Þau þóttu ágætt fóður.
13.
Þegar á haustið leið, var lítið
um alla aðdrætti. Menn dyttuðu
að heimilum sínum, bjuggu í
haginn fyrir sig svo sem með
því að stækka kálgarða sína,
gera nýja, fjarlægja nokkrar
þúfur í túni sínu eða stækka
það. Allt var þetta seinvirkt
með þeim tækjum, sem þá voru
tiltækileg og notuð, rekan og
ristuspaðinn. Tún og garðar
stækkuðu samt, þótt hægt færi,
bústofn óx að sama skapi og
menn undu furðu glaðir við sitt,
enda ekki um annað að ræða,
engin önnur úrræði.
14.
Þegar kolaskip kom að haust-
inu, reyndu allir Ofanbyggjarar
að birgja sig upp af eldsneyti
eftir efnum og ástæðum. Kolin
voru auðvitað flutt heim á reið-
ingshestum eins og annað, tveir
pokar á hesti. Það þótti ágætt,
ef bóndi gat t. d. keypt 10—12
skippund af kolum til ársins.
Það var víst hámarkið. Allir
bændur unnu saman að kola-
flutningunum. Okkur krökkun-
um þótti þetta sannir hátíðis-
dagar að sjá alla Ofanbyggjara-
hestana í einni lest með kolin
og við frjáls, snuddandi í kring
um flutningana. Stundum
keyptu tveir og tveir bændur
saman eina olíutunnu. Hún var
flutt upp fyrir Hraun á þennan
hátt: Negld var þverspýta á
hvorn botn tunnunnar. Síðan
rekinn stór nagli í hana miðja
hvoru megin og smeygt vír-
lykkju upp á hann. Síðan var
sauðaband bundið í vírlykkjuna
og því brugðið um öxl. Þannig
veltu menn tunnunni á milli sín
upp fyrir Hraun og heim að bæ.
Ofanbyggjarar reyndu að
kaupa sem mest matvæli í einu
lagi að haustinu og voru þá
stundum gerð sameiginleg inn-
kaup. Svo var um hveiti, sykur,
rúgmjöl, bankabygg og fleira.
Var þá sent sameiginlegt bréf
til verzlananna í bænum, en þær
voru Garðsverzlunin (Austur-
búðin), Tangaverzlunin og Ed-