Blik - 01.05.1962, Side 152
150
B L I K
inborg (Verzl. Gísla J. John-
sen), Þessi sameiginlegu inn-
kaup á matvöru reyndust mun
hagstæðari en ella.
Alltaf reyndist bezta tilboðið
koma frá Gísla J. Johnsen.
Mig minnir fastlega, að séra
Oddgeir sóknarprestur hafi oft
haft forgöngu um þessi sam-
eiginlegu vörukaup. Hann var
jafnan aðalforsvarsmaður Of-
anbyggjara í öllum þeirra vel-
ferðarmálum og elskaður og
dáður af öllum, sem við hann
áttu samskipti, en þeir voru
býsna margir, eins og að líkum
lætur. Það má fullyrða, að sam-
vinna og samhjálp Ofanbyggj-
ara á þessum árum hafi verið
með miklum ágætum og til fyr-
irmyndar. Allir reiðubúnir að
leggja fram bróðurhönd ná-
granna sínum til hjálpar, ef
með þurfti.
15.
Ofanbyggjarar „áttu reka-
fjöru“ sinn daginn hver. Sumir
áttu saman dag í Brimurð,
Garðsenda, Vík og Klauf, sam-
kvæmt byggingarbréfum, og
alltaf var „gengið á reka“, eins
og það var kallað, frá hverjum
bæ eftir settum reglum. Þannig
var allur reki hirtur og fluttur
heim, oftast á hestum. Þegar
tré fannst á rekafjöru, var það
dregið eða þvi velt upp fyrir
flæðarmál og það svo merkt
fangamarki eiganda. Síðan beið
heimflutningurinn stundum ein-
hvern tíma eftir ástæðum.
16.
Eins og ráða má af ofan-
skráðri lýsingu á daglegu lífi
fólks fyrir ofan Hraun á þess-
um árum, þá byggðist hagur
heimilanna fyrst og síðast á
heimafengnum nytjum, heima-
fengnum mat og heimaunnum
fatnaði. Segja má, að afkoma,
líf og velferð fólksins væri fyrst
og fremst komin undir dugnaði,
elju, fyrirhyggju og framsýni
húsbændanna; sparsemi þeirra
og nýtni, stjórnsemi og vinnu-
þreki.
17.
Þjóðhátíðin var þá sem nú
aðalhátíð sumarsins, þó að hún
væri með öðru sniði en nú.
Hana sóttu allir, sem því gátu
kom:ð við. Þá var það mikið
áhugamál allra, að hún færi
sem bezt fram.
Ekki man ég eftir, að neinn
Ofanbyggjari ætti tjald á þess-
um árum, enda voru þau fá á
þjóðhátíð í þá daga. Tjalds í
stað höfðu margir með sér segl
eða strigastykki og tjölduðu
með því við kletta eða steina í
Dalnum, svo að skjól fengist til
hitunar á kaffi o. s. frv. Ekki
bar á öðru en að þjóðhátíðar-
gestir skemmtu sér engu síður
þá en nú.