Blik - 01.05.1962, Page 153
B L I K
151
18.
Barnaskólinn tók til starfa 1.
september. Þá voru börn skóla-
skyld 10 ára til 14 ára aldurs.
Kennsla byrjaði kl. 9 og stóð til
kl. 13.
Ofanbyggjarabörnin voru
ætíð samferða í skólann á
morgnana og 'heim úr honum á
daginn. Við lékum okkur í
kennsluhléum eins og nú ger-
ist. Helztu leikir okkar voru
Plokkaleikur og Langbolti og
svo ýmsir smærri leikir. Stund-
um kom það fyrir, að eldra
fólkið heima varð að skera úr
þrætumálum okkar með salo-
monslegum dómi, þó að þau
spryttu upp af litlu tilefni.
19.
Að haustinu og fram að ver-
tíð var gengið hart að tóskap-
arvinnu og engri stund sleppt.
Við krakkarnir vonun látin
tæja ull á kvöldvökunni og
tvinna á snældu. I Suðurgarði
hjá þeim hjónum Jóni og Ingi-
björgu var vefstóll, sem Ofan-
byggjarar máttu nota eftir vild
og kunnáttu hvers og eins. Þeir,
sem kunnu að vefa vaðmál, not-
uðu hann mikið. Allir sokkar og
vettlingar voru prjónaðir heima,
og allir notuðu daglega íslenzka
skó heimagerða. Húsmóðirin
hafði því að mörgu að hyggja.
Við krakkarnir vorum snemma
vanin á að gera okkar skó sjálf.
Það var okkur nokkur metnað-
ur að gera það sem bezt.
Sennilega heyrast ekki oftar
hin reglubundnu slög vefstóls-
ins í íslenzkum bæjum. Nú eru
einnig rokkarnir þagnaðir og
tifið í prjónunum verður ávallt
fáheyrðara en áður var.
Þá var á æskuárum mínum
talsvert gert að því að mala
korn í kvörn, t. d. bankabygg
í grauta. Oft fengu nágrann-
arnir, sem ekki áttu kvarnir, að
mala hjá þeim, sem þær áttu.
Okkur strákunum þótti fremur
erfitt að mala kornið, kvörnin
of þung, en það urðum við að
gera samt. Tveir vængir af
lunda eða svartfugli voru
bundnir saman og með þeim
var kvamarstokkurinn sópaður
eftir hverja mölun.
20.
Fósturforeldrar mínir, Sig-
urður Sveinbjörnsson og Sig-
urbjörg Sigurðardóttir, hjón í
Brekkhúsi, voru mjög samhent
í því að halda við helgisiðum
fyrri tíma, svo að þeir væru í
heiðri hafðir. Á hverju kvöldi
voru lesnir húslestrar frá vet-
urkomu til sumarmála. Aðra
tíma árs á sunnudögum. Allt
fólk sótti einnig kirkju, eftir
því sem við varð komið. 1 æsku
minni, held ég, að það hafi ver-
ið óskráð lög hjá Ofanbyggjur-
um, að alltaf færi að minnsta
kosti einn frá hverju heimili í