Blik - 01.05.1962, Page 154
152
B L I K
kirkju á hverjum sunnudegi.
Á hátíðum var lögð áherzla
á að breyta sem mest frá því
hversdagslega í mat og drykk,
klæðnaði (ný föt) og nákvæmu
helgihaldi. Fyrst þegar ég man
eftir mér, var hverjum heimilis-
manni skammtað jólahangi-
kjötið á aðfangadag jóla með
fleira góðgæti, og átti sá
skammtur að nægja hverjum
einum fram yfir jólin.
Margir áttu kistil, sem þeir
geymdu þá matarskammtinn
sinn í.
Á aðfangadagskvöld jóla
fóru allir, sem áttu heiman-
gengt, til kirkju. En eins og
áður segir, var þá ekki kominn
vegur upp fyrir Hraun. Þar lá
aðeins götuslóði. Fólkið sótti
eftir að verða sem mest sam-
ferða til kirkjunnar, ef ekki var
tunglskin. Þá höfðu einn og
tveir í hverjum hóp lítið ljós-
ker, svo að betur sæist til að
ganga. Ljóskerið var ferstrent
með rúðugleri í þrem hliðunum
og loki fyrir fjórðu hliðinni.
Ljósið var kerti.
Til þess að spara betri skóna,
þegar gengið var til kirkju, var
það regla Ofanbyggjara að
ganga þangað á íslenzkum leð-
urskóm, en hafa með sér spari-
skóna. Þeir skiptu um skó við
svo nefndan Kirkjustein, áður
en gengið var í kirkjuna. I
steini þessum var stór hola, sem
fólkið geymdi í skó sína, meðan
á messu stóð. Steinn þessi er
nú fyrir löngu horfinn. Hann
var á að gizka um 100 metra
suður af kirkjunni.
21.
Ein var sú skemmtun, sem
Ofanbyggjarar iðkuðu mjög á
jólaföstunni, og það var að
fara í grímubúninga af ýmsu
tagi. Fóru þá oft margir saman
og gengu á milli húsa. Oft var
einnig farið austur að Dölmn
og alla leið austur á Kirkjubæi.
Ætíð var einn maður með í för-
inni ógrímuklæddur. Drap hann
á dyr, þar sem komið var, og
spurði, hvort grímumenn mættu
ganga í bæinn. Var það jafnan
velkomið. Oft varð þá kátt á
hjalla. Fyrst var gizkað á,
hverjir grímumenn væri. Síðan
tóku þeir ofan grímuna og þágu
kaffi og meðlæti.
Einnig var mikið gert að því
að spila á spil á haustin og
tefla. Mest var spiluð sólóvist
og púkk. Við krakkarnir stund-
uðum þá einnig mikið útileiki,
þegar við sáum okkur stund frá
snúningmn og smávikum, sem
við urðum að inna af hendi og
alltaf urðu að sitja í fyrirrúmi.
F. F.