Blik - 01.05.1962, Síða 161
B L I K
159
Týr 40 ara
Hefjum söng og hyllum Tý,
hér er glatt í kvöld,
oss er hlýtt um hjarta,
því hér á gleðin völd.
Hefjum dunandi dans,
dagsim birta flýr.
Hér í frjálsu landi lengi
lifi Týr.
Meðan Eyja ceskumenn
efla viljans þrótt,
fjör og félagsanda,
fram mun verða sótt.
Drögum fána að hún,
dagur Ijómar nýr.
Hér í frjálsu landi lengi
lifi Týr.
Þó að verði brautin brött
bugast enginn má,
en halda beint á brattann
og brúnum hcestu ná.
Lyftum merkinu hátt
lúðra hljómar gnýr.
Hér í frjálsu landi lengi
lifi Týr.
Hyllum okkar afreksmenn
alla hér í kvöld,
sem gjörðu garðinn frcegan
og geymclu hreinan skjöld.
Allt er fertugum fcert,
fram oss viljinn knýr.
Hér í frjálsu landi lengi
lifi Týr.
Fast skal treysta félagsbönd
fylkja liði þétt,
standa vel að starfi,
stefna á markið sett.
Göngum glöð fram í leik,
gifta í starfi býr.
Hér í frjálsu landi .lengi
lifi Týr.
Sveinbjörn Á. Benónýsson.
MYNDIN TIL VINSTRI:
KNATTSPYRNUMENN Týs. — Aftari röö: TaliÖ frá vinstri: 1. Daniel Loftsson,
Borgarhóli Ve., 2. Þorsteinn SigurÖsson, Melstað Ve., 3. Ingólfur Guðjónsson, Skaftafelli
Ve., 4 Árni Guðmundsson, Háeyri Ve., 5. Sigurjón Valdason, Sandgerði Ve. — Fremri
röð frá vinstri: 6. Þórarinn Gunnlaugsson, Gfábakka Ve., 7. Gisli Guðjónsson, Kirkju-
bce Ve., S. Þorleifur Þorkelsson, Reynistað Ve., 9. Gisli fakobsson Tranberg,, Jakobs-
húsi Ve., 10. Friðjón Sigurðsson, Skjaldbreið Ve., 11. Óskar Valdason, Sandgerði Ve.,
12 Sigurður Simonarson, Miðey Ve.