Blik - 01.05.1962, Page 173
ÁRNI ÁRNASON:
Eftirminnileg knatt-
spyrnukeppni
I ágústmánuði árið 1920
komu í boði Iþróttafél. „Þórs“
og „K.V “ knattspyrnumenn frá
Reykjavík til Eyja. Það voru
„Víkingar" styrktir til keppni
af nokkrum mönnum úr knatt-
spyrnufél. Fram, en Fram var
þá Islandsmeistari í knatt-
spyrnu. Hér voru leiknir tveir
knattspyrnuleikir. I þeim fyrri
sigruðu Reykvíkingar með 6
mörkum gegn 3, en í þeim síð-
ari varð jafntefli, 3 mörk gegn
3. Það var aðalleikurinn og var
leikinn á Þjóðhátíðinni. Var
hann allharður en þótti vel leik-
inn og skemmtilegur. Reykja-
víkurmönnum fannst þeir ekki
fara neina sérstaka. sigurför
hingað og undu hálf illa sínum
hag. Fannst þeim, að þeir hefðu
átt að geta sýnt og sannað
meiri yfirburði í knattspyrnu
en raun varð á í kappleikjum
sínum við okkur Eyjamenn.
Eftir keppnina hér buðu Fram-
arar, þ. e. íslandsmeistararnir,
okkur Eyjamönnum að koma á
Islandsmótið í knattspyrnu
á sinn kostnað. Skyldi mótið
fara fram í september þá um
haustið í Reykjavík.
Að sjálfsögðu þekktust Eyja-
menn þetta góða boð, þótt þeir
vissu fyrirfram, að um sigurför
yrði ekki að ræða, og að þá
hyggðu Reykvikingar að hefna
rækilega ímyndaðra ófara sinna
í Eyjaferðinni.
Til þessarar annarrar Reykja-
víkurfarar Eyjamanna í knatt-
spyrnu, sú fyi sta var farin árið
1912, völdust eftirtaldir menn.
(Þeir höfðu verið aðalmenn
knattspyrnunnar í Eyjum að
undanfömu):
1. Georg Gíslason, fyrirliði og
fararstjóri, miðframherji.
2. Jóhann A. Bjarnasen, Dags-
brún, vinstri innframherji.
3. Kristinn Ólafsson, Reyni,
vinstri framherji
4. Hjálmar Eiríksson, Vega-
mótum, hægri framherji.
5. Filippus G. Árnason, Ás-
garði, hægri innframherji.
6. Láms G. Árnason, Búastöð-
um, vinstri framvörður.