Blik - 01.05.1962, Qupperneq 174
172
B L I K
7. Sigurður Sveinsson, Sveins-
stöðum, miðframvörður.
8. Árni Árnason, Grund,
hægri framvörður.
9. Jón Jónasson, Múla, vinstri
bakvörður.
10 Óskar A. Bjarnasen, Dags-
brún, hægri bakvörður.
11. Guðmundur Helgason,
Steinum, markvörður.
12. Ólafur Ólafsson, Reyni,
varamaður.
13. Gunnar H. Valfoss, verzl-
unarm., varamaður.
14. Magnús Stefánsson, fyrrv.
sýsluskrifari (Örn skáld
Arnarson), varamaður.
Hinn síðastnefndi var þá far-
inn héðan fyrir skömmu til
Hafnarfjarðar, en kom þaðan
og sameinaðist okkur til leiks í
Reykjavík.
Við fórum frá Eyjum 27.
ágúst með g.s. ísland. Það var
að koma frá Danmörku og
hafði að þeirra tíma sið við-
komu í Eyjum á leið sinni til
Reykjavíkur. Öll skip komu þá
við í Eyjum í utanlandssigling-
um og tóku hér eða affermdu
vörur, póst og farþega. í þess-
ari ferð skipsins voru margir
farþegar þar á meðal Gísli J.
Johnsen, sem ætlaði áfram til
Reykjavíkur, Halldór Gunn-
laugsson, héraðslæknir, sem fór
í land í Eyjum, o. fl. Halldór
læknir sagði við okkur um
borð, er hann kvaddi og óskaði
okkur góðrar ferðar:
,;Sýnið nú Reykvíkingum í
tvo heimana. Þið getið það
hæglega, strákar.“ Hann var
mikill íþróttaunnandi og fyrsti
leikfimikennari í Eyjum, sem
heitið gat.
Við vorum kátir og 'hressir,
Eyjastrákarnir, á leiðinni, því
að veður var gott og enginn
sjóveikur. Við fengum ágætar
veitingar, sem þjónninn skrif-
aði á reikning Fram og ,,de
tolv Hr. Fodboldspillere“. Vor-
um við síðan nefndir svo af
skipshöfninni, ef við þörfnuð-
umst einhverrar þjónustu á
leiðinni. Brytinn var okkur
mjög innan handar' um margt.
Hann var bezti náungi, en ein-
hver sá feitasti maður, sem ég
hefi séð. Hann þurfti að nota
alveg sérstakt lag til þess að
komast út og inn um eldhús-
dymar, sem voru víst eins og
aðrar dyr skipsins.
Þegar til Reykjavíkur kom,
varð eiginlega allt í uppnámi
vegna komu okkar. Strangar
heilbrigðisreglur höfðu verið í
gildi (vegna innflúenzunnar)
og voru einhverjar vamir enn
við hafðar. Þegar við nú kom-
um með skipinu, sem var eins
og áður segir að koma frá Dan-
mörku, var ákveðið að við fær-
um í sóttkví, sem aðrir farþeg-
ar skipsins, 3—5 daga. Okkur
Eyjamönnum fannst þetta að
sjálfsögðu skrambi hart og
harla einkennileg ráðstöfun,