Blik - 01.05.1962, Side 175
B L I K
173
þar eð við vorum allir búnir að
fá flenzuna. Þess utan hafði
Halldór læknir farið í land í
Eyjum og enginn gert athuga-
semdir við það. Efalaust hefur
hann fylgzt með heilbrigði far-
þeganna á ieiðinni og álitið allt
í lagi. En 'hvemig sem það nú
annars var, þá skyldum við all-
ir í sóttkví, sem aðrir farþeg-
ar samkv. boði landlæknis.
Hversvegna vissi enginn okkar.
Útlitið var því ekki gott með
kappleikinn. En þá kom Gísli
J. Johnsen til sögunnar. Ein-
hvernveginn greiddi hann úr
þessari flækju, sem svo mörg-
um öðrum enn verri fyrir Eyja-
menn yfirleitt, þannig, að heil-
brigðisyfirvöldin samþykktu að
sleppa okkur öllum við sótt-
kvína. Það voru okkur mikil
gleðitíðindi og var Gísla John-
sen þakkað með fögrum orðum
og fyrirbænum.
Meðan á þessu sóttvarnar-
þvargi stóð, hafði ,,íslandið“
legið úti á ytri höfn. Strax og
málið leystist, var haldið að
hafnarbakkanum, þar sem við
Eyjamenn hlupum kátir og
sprækir svo að segja í fangið á
Frömurum og Víkingum, sem
fjölmetnnt höfðu til móttöku
okkar. Aðrir farþegar þurftu
víst einhverjir að fara í sótt-
kví og þá líklega þeir, sem
ekki höfðu fengið flenzuna.
Á hafnarbakkanum var strax
slegið upp skyndiráðstefnu um
það, hve margir okkar Eyja-
manna þyrftu rúm og fæði.
Þeim, sem vildu, hafði verið
ráðstafað til gistingar á Hótel
Skjaldbreið, en til fæðis í mat-
stofu, sem var til húsa í Iðnó.
Nokkrir vildu búa úti í bæ hjá
vinum og vandamönnum, en
aðrir kusu heldur að vera á
gistihúsinu eða höfðu ekki val
um annað húsnæði. Á Skjald-
breið voru þessir:
Filippus G. Árnason.
Jón Jónasson.
Jóhann Bjarnasen.
Lárus Árnason.
Gunnar Valfoss.
Guðmundur Helgason.
Úti í bæ voru:
Sigurður Sveinsson, hjá föð-
ur sínum í Kirkjustræti 8,
Georg Gíslason, hjá Kristínu
systur sinni, Grundarst. 11,
Óskar Bjarnasen hjá Nicolai
Bjamason í Suðurgötunni,
Kristinn og Ölafur Ólafssyn-
ir hjá vandafólki sínu,
Árni Árnason hjá Gunnari
Schram, símritara. Stýrim.st. 8,
Magnús Stefánsson bjó í
Hafnarfirði, sem fyrr getur.
Hjálmar Eiríksson, hjá
Hjálmrúnu föetursystur sinni
Bræðraborgarstíg 38.
Skömmu eftir komu okkar í
borgina, var skundað upp í
matstofuna í Iðnó. ,,Verten“
var víst ekki eitthvað vel undir
komu okkar búinn og sagðist
ekkert hafa ætilegt. Samt feng-