Blik - 01.05.1962, Page 179
B L I K
177
komna til keppninnar og óska
þeim af einlægni góðs gengis á
mótinu.“
Leikurinn hófst með allmikilli
hörku af hálfu K.R., sem auð-
sjáanlega ætlaði sér að ná fljótt
frumkvæði í leiknum. Við
reyndum þess vegna að halda í
við hörkutólin og sýndum enga
linkennd. Fljótt kom í ljós, hve
harður völlurinn var og okkur
erfiður viðureignar um að
hemja knöttinn. K.R.-ingar
gerðu mark hjá okkur í miðjum
hálfleik og annað rétt fyrir lok
hálfleiks, hvort tveggja óverj-
andi mörk. Ekki tókst okkur að
gera mark hjá þeim þrátt fyrir
góðar tilraunir.
1 seinni hálfleik vorum við
öruggari og ekki eins feimnir
við mannfjöldann. Við vorum
líka farnir að venjast svolítið
vallarskömminni. Við gerðum
hverja hrinuna eftir aðra að
marki K.R., en ekki tókst okk-
ur að koma knettinum í netið.
Svo kom þriðja markið frá
K.R. Það var hálfgert vafamark
vegna rangstöðu, en Egill
dæmdi það mark og hefir það
eflaust verið rétt, því að hann
var mjög góður og réttsýnn
dómari. Þá fór okkur að hitna í
hamsi. Gerðum hvert áhlaupið
af öðru og lá leikurinn eigi síð-
ur á K.R. Loks tókst okkur að
skora mark úr snöggu upp-
hlaupi og vel uppbyggðu. Mann-
fjöldinn hrópaði, og hvatning-
arorð um fleiri mörk dundu á
okkur. Leikurinn hélzt fjörugur
og lá enn á K.R., en ekki tókst
okkur að gera mark þrátt fyrir
mikla sókn. Þegar 10 mínútur
voru eftir af leik, tókst Schram
enn að brjótast í gegn og skora
mark. Við hertum sóknina og
má alveg merkilegt heita, að við
skyldum ekki koma knettinum
í netið, Rétt undir leikslok tókst
svo K.R. enn að skora mark hjá
okkur úr þvögu og þannig lauk
þessum fyrsta leik okkar með
sigri K.R., 5 mörkum gegn einu.
Öllum kom saman um, að við
hefðum átt skilið að gera fleiri
mörk, þar eð við hefðum átt
sáðari hálfleikinn ekki síður en
K.R.
Morgunblaðið sagði um þetta
3. september:
„I fyrrakvöld áttust við Vest-
mannaeyingar og K.R.-ingar í
knattspyrnu. — Fóru leikar
svo, að K.R. gerði 5 mörk en
'hinir eitt. I liði þeirra er Georg
Gíslason tvímælalaust bezti
maðurinn, en marga menn
höfðu þeir mjög efnilega. Skort-
ir það helzt á leik þeirra, að
þeir eru óvissir í að sparka á
knöttinn og alltof mörg spörkin
urðu þeim til óleiks sjálfum.
Einkum bar á þessu í fyrri hálf-
leik. I seinni hálfleik sýndu
Eyjamenn glöggt, að þá skortir
ekki þol og var viðureignin hin
snarpasta og mikil sókn af
þeirra hálfu að marki K.R., þó