Blik - 01.05.1962, Page 182
180
B L I K
pass“, stuttan samleik, höfðu
miklar og hraðar skiptingar og
gættu vel síns staðar og mót-
leikara, virtist. helzt vera mað-
ur móti manni í sókn og vörn.
Við höfðum einnig fengið fyrir-
mæli fyrirliða okkar um slíkan
leik og reyndum að gera okkar
bezta í að fylgja fram þeim fyr-
irmælum. Þótt sókn Framara
væri þung og áköf, höfðum við
í fullu tré við þá, vörðumst kná-
lega og sóttum á af festu og
þunga. Var leikurinn mjög jafn,
og hygg ég, að hinir f jölmörgu
áhorfendur hafi verið meir en
lítið hissa 3'fir frammistöðu
Eyjamanna, ekki síður en við
sjálfir. Hylli áhorfenda áttum
við mikla og má segja með
sanni, að allt lyki nær því á
reiðiskjálfi af hrópum og
hvatningarorðum til beggja lið-
anna. Rétt fyrir hálfleikslok
tókst Fram að gera mark hjá
okkur. Voru þar aðallega að
verki þeir Tryggvi Magnússon,
Eiríkur Jónsson og Friðþjófur
Thorsteinsson. Friðþjófur var
mjög hættulegur skotmaður,
upphlaup hans eins og eldingar
og skotin eins og þrumur. Var
Filippus settur honum til höf-
uðs og hafði hann nóg að gera.
í hálfleik vorum við harla á-
nægðir með útkomuna. Enginn
hafði búizt við að standast
snúning í bessum hildarleik.
Viðar Vík bakvörður sagði við
leikbyrjun, að þeir skyldu
bursta Eyjamenn með minnst
10 mörkum, svo að eitt mark
var ekki mikið í hálfleik.
Dagblaðið Vísir sagði um
þetta 4. sept.: „í gær áttust við
á íþróttavellinum Vestmanna-
eyingar og Fram. I fyrri hálfleik
var líkt um sókn og vörn hjá
báðum félögunum. Fram kom
knettinum aðeins einu sinni í
mark hjá Eyjamönnum en með
herkjunni þó.......“ Af þessu
sést, hve vel Eyjamenn hafa
staðið sig.
Seinni hálfleikur hófst með
mikilli sókn af beggja hálfu.
Gekk svo lengi, að hvorugur
gerði mark. Áhorfendur voru
mjög æstir og hrópuðu í sífellu
mikil hvatningarorð til beggja
liðanna. Rétt hjá markinu okk-
ar stóðu margir áhorfendur.
Það var eystra markið. Guð-
mundur hafði staðið sig mjög
vel í markinu og yfirleitt dró
vörnin hjá Eyjamönnum að sér
mikla athygli, því að hún var
ágæt. Leikurinn gekk mjög
hratt úr vörn í sókn og sókn í
vörn. Hvergi var slakað á og
virtist vel horfa fyrir okkur. Þá
allt í einu koma Framarar vað-
andi með knöttinn, sem lendir
við fætur Óskars Bjarnasen.
Hjá markinu okkar stóð stúlka
með rauða húfu eða hatt, fríð
og fönguleg. Hún kallar nú há-
stöfum og heyrðist það langt
yfir: „Hertu þig, Óskar, fljótur,
Óskar.“ Ekki þekkti hann stúlk-