Blik - 01.05.1962, Page 183
B L I K
181
una, og enginn okkar, en svo
mjög varð honum um hróp
hennar, að hann sneri sér við,
leit til hennar, og í einhverju
fáti gaf hann boltann með föstu
sparki til markmanns okkar.
Guðmundur átti sízt von á
þessari sendingu og var þess-
vegna algjörlega óviðbúinn,
svo að knötturinn smaug
fram hjá honum í markið. Þetta
voru grátleg mistök, og bölvaði
margur hressilega, a. m. k. við
framverðirnir drógum í engu af
Ijótum munnsöfnuði. Guðmund-
ur sagðist líka hafa bölvað sér
til ósóma og skammar.
Ekki var tími til þess að vera
að harma orðinn hlut. Leikurinn
hófst aftur. Framherjar okkar
geystust fram með knöttinn.
Jóhann Bjarnasen átti fast
skot, sem fór í þverslá. Pétur
Sigurðsson hreinsaði frá og Ei-
ríkur fékk knöttinn og gaf hann
inn á miðjuna til Friðþjófs. Þar
hófust kapphlaup milli hans og
Filippusar og varð Friðþjófur
að skjóta fyrr en hann ætlaði.
Skotið var fast, lenti í einum
okkar manni og af honum í
mark. Það var óverjandi, hálf-
gert slysamark. Þetta hafði ein-
hver lamandi áhrif á okkur og
dofnaði leikui'inn um stund. Þó
urðu nokkur góð upphlaup á
báða bóga. En róðurinn var
(þungur, þar eð Fram hafði
fengið 3 mörk á okkur.
Rauðhúfan var ekki horfin af
sjónarsviðinu. Nei, vissulega
ekki. Aftur koma Framarar
þeysandi með knöttinn, sem
hafnaði hjá vörninni, sem
fylgt ihafði fast eftir utan af
viellinum ásamt Eiríki Jónssyni
utan af jaðrinum, komizt fram
fyrir upphlaupið og stöðvað
það.
Þá baulaði Búkolla — þá kall-
aði Rauðhetta: „Passið ykkur
Vestmanneyingar, passið ykk-
ur.“ Við hróp hennar truflaðist
vörnin svo allt fór í handaskol-
um. Voru Framarar, þ. e. Eirík-
ur Jónsson, fljótur að nota
tækifærið og skora mark með
fallegu hliðarskoti. Fram ha,fði
fengið 4 mörk á okkur. Allt
getur átt sér stað í knatt-
spyrnu, jafnvel hin ótrúlegustu
mistök. Að vonum var þetta
feikna áfall fyrir okkur, og vor-
um við bæði hryggir og sárir.
Guðmundur var alveg eyðilagð-
ur og mjög miður sín, því að rétt
síðar fékk hann lausan knött
utan af velli, sem hann hefði
auðveldlega getað varið, en
missti hann og lenti hann í net-
ið. Skömmu siðar lauk leiknum
með sigri Fram, 5 mörkum gegn
engu. Það hefðu eins getað ver-
3 og 1 eftir gangi leiksins og
allajafna 3 og núll, þar eð eitt
markið gerðum við sjálfir.
Vísir sagði 4. sept um hálf-
leik þenna:
„1 seinni hálfleik stóðu Fram-
arar sig mjög vel og urðu mörk-