Blik - 01.05.1962, Page 184
182
B L I K
in alls 5 gegn engu Fram í hag.
Vörn Vestmannaeyinga var á-
gæt í fyrri hálfleik og raunar
í þeim síðari líka, en þó bar
nokkuð á taugaóstyrk hjá
markmanninum um skeið. “ . .
Var það nokkur furða? Ekki
var minnzt á sjálfsmarkið.
Um kvöldið var þessi leikur
mikið ræddur á Skjaldbreið og
vorum við sárir út í Öskar og
vörnina, en saltvondir út í
stúlkuna með rauðu 'húfuna. En
til hvers var að æðrast? Óskar
var einn okkar allra bezti mað-
ur, harðduglegur og leikinn,
þótt þetta óhapp kæmi fyrir.
Við áttum honum mikið að
þakka rómaða vörn okkar Eyja-
manna á mótinu. I rauninni
gátum við verið ánægðir yfir
frammistöðu okkar. Hún hafði
þrátt fyrir allt verið betri en
nokkur bjóst við.
Síðasti leikur okkar var við
Víking. Þá þekktum við marga
hverja vel og persónulega og
kunnum á þeim lagið, ef svo
mætti segja. Þann 7. sept. kom
Morgunbl. með auglýsingu yfir
þvera síðu með stóru letri: ,,I
kvöld kl. 6 keppa Vestmannaey-
ingar og Víkingar. Allir ættu að
sjá þessi tvö félög, sem áttust
við í Vestmannaeyjum, keppa
nú í annað sinn. Kappleikurinn
verður afar spennandi. Allir út
völl . . . . “ Svo sagði frá því, að
Víkingur hafi sigrað K.R.-inga
með 2 mörkum gegn engu og
leikurinn verið hinn atgangs-
harðasti. Lauk svo greininni
með þessu: „I kvöld keppa svo
Vestmannaeyingar við Víkinga
og má búast við engu minni al-
vöru af beggja hálfu.“ ....
Við höfðum tapað fyrir K.R.
með 5 gegn einu en Víkingar
svo unnið K.R. með 2 gegn
engu. Voru nokkrar líkur fyrir,
að við stæðumst eitthvað at-
gang Víkinga ? Tæplega. En
við vorum ákveðnir að berjast
til þrautar og falla með sæmd.
Það var auðséð, að Reykvík-
ingar vildu sjá okkur, þessa út-
lendinga, leika knattspyrnu,
því að fjölmenni var mikið á
vellinum og enn meira, en þegar
við lékum við Fram. Er til leiks
kom, var okkur fagnað vel og
hvatningarorð hrópuð jafnt til
beggja liðanna. Leikurinn hófst
með miklu fjöri. Egill Jacobsen
dæmdi leikinn. Víkingar léku
fast og var auðséð, að þeir voru
ákveðnir í því að bursta okkur
eftirminnilega. Hættulegasti
maður þeirra var Helgi Eiríks-
son, miðframherji, ákaflega
fljótur að hlaupa, viss skotmað-
ur og kraftmikill leikmaður.
Annars áttu Víkingar marga
mjög góða menn, harða af sér
og hina fræknustu leikmenn.
Fyrri hálfleikur var harður
og jafn og gáfum við Víkingum
ekkert eftir. Fólkið á vellinum
var lífgandi og skemmtilegt og
gaman að leika fyrir það. Fyrri