Blik - 01.05.1962, Síða 187
B L I K
185
rúm að fá. En í matsalnum
máttum við vera eins og við
vildum milli mála. Þegar að
Eiðinu kom, fóru sumir þar í
land en aðrir fóru fyrir Klett-
inn, ásamt öllu okkar hafur-
taski, og fórnuðu þar sinni síð-
ustu fórn í þessari knattspyrnu-
ferð til Reykjavíkur.
Þar með lauk þessari eftir-
minnilegu annari ferð knatt-
spyrnumanna í Eyjum til
Reykjavíkur. Þótt við sæktum
þangað ekki sigur að mörkum
til, var ferðin okkur til góðs og
mikils 'hróðurs. Eyjamenn þóttu
góðir leikmenn og prúðir í allri
framkomu. Georg sagði líka í
skilnaðarhófinu í Rvík mjög á
þessa leið: „Ég veit, að við kom-
um seinna til keppni, ekki í
hefndarhug heldur vinarhug, til
þess að sýna enn betri knatt-
spyrnu og notfæra okkur þá
leiktækni, sem við höfum numið
af ykkur í þessari ferð. Ég
samþykki fúslega, að við eigum
margt eftir ólært af ykkur, en
það gleður mig og leikmenn
mína, að heyra ykkur viður-
kenna, að tap okkar orsakaðist
ekki af vanmætti heldur vegna
óheppni, sem mér og fleirum
finnst að skrifa megi að
nokkru á reikning hins glæsi-
lega kvenfólks, sem svo mjög
hefur skartað í hinum fagra
rauða lit okkur til aðdáunar,
klæðst í lit ástarinnar!“ Þessi
orð vöktu almennan fögnuð þar
eð allir vissu um stúlkuna okk-
ar, stúlkuna með rauðu húfuna.
Að síðustu set ég hér ummæli
íþróttablaðsins ,,Þróttar“ um
knattspyrnuför þessa yfirleitt:
,,----- Fram bauð Viestmanna-
eyingum að senda kapplið á
haustmótið í Reykjavík. Úrslit
urðu þau á mótinu, að Eyja-
menn höfðu minnstan marka-
fjölda af fjórum félögum. Er
ekki þar með sagt, að þeir séu
lélegustu knattspyrnumennirn-
ir og bendir margt á, að svo
hafi alls ekki verið. Enda fengu
þeir góða dóma þeirra, er á
'horfðu. Eitt af því, sem spillti
mjög fyrir Eyjamönnum, var
það, að þeir höfðu engan tíma
til þess að venjast íþróttavell-
inum, sem er grjótharður sam-
anborið við grasvöllinn í Eyj-
um. Er því af ýmsum ástæðum
hiklaust óhætt að telja úrslit
kappleikjanna, sem háðir voru
í Vestmannaeyjum milli Eyja-
manna og Reykvíkinga í sumar,
réttari mælikvarða á knatt-
spyrnukunnáttu Vestmannaey-
inga.“ („Þróttur“. 1920—1921).
Þá er frásögn um þennan nær
gleymda knattspyrnuviðburð
lokið. Ég hefi dregið fram í
dagsljósið allar heimildir, bæði
munnlegar og úr blöðum þess
tíma, en hefi mörgu orðið að
sleppa, sem þó ekki breytir frá-
sögninni. Aldrei vissum við,
hver þessi stúlka með rauðu
húfuna var, en það er hinsveg-