Blik - 01.05.1962, Page 190
188
B L I K
heimilisins í annað sinn til há-
tíðahalda til tekna dagheim-
ilissjóðnum. Hátíðarnefndina
skipuðu 9 manns, þrjár fyrr-
nefndar konur frá Verkakv.fél.
Snót, þrír Oddfellowar (Krist-
ján Linnet, bæjarfógeti, Georg
Gíslason, kaupmaður og Ólafur
Halldórsson, læknir), frú Jó-
hanna Linnet f.h. Kvenfélagsins
Líknar, frú Margrét Johnsen f.
h. Kvenfélagsins Rúnar og frú
Auður Eiríksdóttir, ljósmóðir,
f.h. barnaverndarnefndar. Há-
tíðahöldin fóru fram með svip-
uðu sniði og árið áður. Þá voru
rekin tvö kvikmyndahús í kaup-
staðnum. Bæði gáfu þau dag-
heimilissjóðnum tekjur af einni
kvikmyndasýningu. Einnig voru
seld merki í bænum þennan
dag. Og Samkomuhúsið var lán-
að endurgjaldslaust til almennr-
ar dansskemmtunar um kvöld-
ið til tekna dagiheimilissjóði.
Hreinn ágóði af starfi þessa
dags var kr. 496,05.
Árið 1941 var heimsstyrjöld-
in tekin að auka vasaaura al-
mennings í bænum. Einnig það
ár efndi nefnd dagheimilisins
til barnáhátíðar. Það ár skip-
uðu nefndina þessir fulltrúar:
Sömu konur og áður fyrir
Verkakvennafélagið Snót, fyrir
Oddfellowa þe:r læknarnir Ólaf-
ur Halldórsson og Einar Gutt-
ormson og svo Georg Gíslason,
frá barnaverndarnefnd Auður
Eiríksdóttir, frá Kvenfélaginu
Rún Ólafía Árnadóttir og frá
Kvenfélaginu Líkn Anna Gunn-
laugsson og Ingibjörg Theo-
dórsdóttir. Barnadagurinn var
haldinn fyrsta sumardag sem
áður. Veður var óhagstætt
þennan dag, 24. apríl, og þess-
vegna engin útiskemmtun hald-
in. Skátar gengu um bæinn með
söfnunarlista fyrir dagheimilis-
nefndina og þeim varð víða vel
til um peningagjafir. Nefndin
hafði Samkomuhúsið til afnota
um kvöldið. Þennan dag safnað-
ist 5—6 sinnum meira fé í sjóð-
inn en árið áður.
Hin margmenna dagheimilis-
nefnd þótti þung í vöfum. Þess
vegna var valin 5 manna nefnd
innan hennar til þess að ann-
ast allar framkvæmdir dag-
heimilissjóðsins. Ólafur læknir
var kosinn formaður hennar og
með honum í stjóm frú Anna
móðir hans, gjaldkeri, frú
Helga Rafnsdóttir ritari, og
meðstjórnendur þær frúrnar
Auður Eiríksdóttir og Ólafía
Árnadóttir. Þetta ár (1941)
var aftur leitað eftir styrk úr
bæjarsjóði. Beiðninni var synj-
að.
Tvennt var nú hinni nýju
stjórn falið: Hún skyldi kynna
sér rekstur dagheimila í Reykja-
vík og hún skyldi sjá út lóðar-
blett undir fyrirhugaða bygg-
ingu dag'heimilissjóðs.
Stjórnin afréði einhuga að
sækja um lóðarréttindi í Helga-