Blik - 01.05.1962, Síða 195
B L I K
193
björg Tryggadóttir Johnsen
ráðskona heimilisins, en Aðal-
heiður Bjarnadóttir síðasta
starfssumarið (1959).
Tvær konur störfuðu í dag-
heimilisnefndinni síðustu 12 ár-
in (1950—1961), eða þar til
'heimilishúsið var selt á s.l. ári.
Það voru þær Margrét Sigur-
þórsdóttir á Garðsstöðum við
Strandveg og Dagmey Einars-
dóttir á Kirkjuhóli við Bessa-
stíg. Með þeim voru í nefndinni
um langt skeið frú Vilborg
Sigurðardóttir og Jóhann Frið-
finnsson, kaupm.
Ólafur Halldórsson, læknir,
var formaður dagheimilisnefnd-
ar flest árin frá stofnun þess
og þar til hann fluttist burt úr
bænum eða til 1955.
Nokkur síðustu starfsárin
styrkti bæjarsjóður árlega
rekstur heimilisins með fram-
lagi, sem nam 10—18000,00 kr.
Ríkissjóður styrkti fyrst heim-
ilið 1952 með 4000 kr. framlagi
og síðan með stighækkandi
MYNDIN TIL VINSTRI:
Efri myndirnar frá vinstri til hægri:
1. Börnin flutt úr bænum til Barnaheim-
ilisins. Margrét Sigurþórsdóttir, ráðs-
kona og fjárhaldsmaður heimilisins, er
frammi við hús bifreiðarinnar.
2. Börnin við heimilið. — Pelar hinna
yngstu sjást i glugganum.
3. Séð frá Barnaheimilinu norður til beej-
arins. — Sjómennskan iðkuð þegar á
bernskuskeiðinu. Snemma beygist krók-
urinn til þess sem verða vill.
4. Börnin að leikjum i grasigróinni brekk-
unni.
styrk, sem nam 8000 kr. 1958.
Húseign Barnaheimilisins
Helgafells var seld Félagi ungra
Sjálfstæðismanna í kaupstaðn-
um 17. júlí 1961.
Meginið af starfi því, sem
hér hefur verið rakið í sem
fæstum dráttum, hefur verið
innt af hendi endurgjaldslaust
af fómfýsi og heiðarleik, kær-
leikslund og trú á góðan mál-
stað. Vissulega hefur þeim að-
ilum, sem hér fórnuðu mestu,
orðið að trú sinni. Þar get ég
sérstaklega ölafs Halldórsson-
ar, læknis, og frúnna Margrét-
ar Sigurþórsdóttur og Dagmeyj-
ar Einarsdóttur. Þessa merka
starfs þeirra hafa mörg heim-
ili í þessum bæ og þó miklu
fleiri börn notið í mjög ríkum
mæli á undanförnum árum. Það
ber öllum bæjarbúum að þakka
af hreinskilni og alúð.
Árið 1959 keypti bæjarsjóð-
ur Vestmannaeyja íbúðarhúsið
Sóla við Ásaveg og gerði það
að barnaheimili. Þá var þar
með Barnaheimilið Helgafell
leyst af hólmi og lagt niður.
Ég, sem þetta skrifa, er ekki
einn um þá ósk, að sumardagur-
inn fyrsti eða annar dagur að
vorinu, ef það þykir betur fara
vegna vertíðaranna, verði fram-
vegis sem hingað til helgaður
yngstu kynslóð Eyjanna, og
hún megi njóta ávaxtanna af
degi þeim um langa framtíð.
Þ. Þ. V.