Blik - 01.05.1962, Síða 199
B L I K
197
hafði setzt að í hugskoti henn-
ar.
Ég heimsótti Þorbjörgu, eftir
að fjölskyldan flutti vestur í
Sólberg. Þá undi hún hag sín-
um vel, nema hvað heilsan var
ekki góð. Á þessum árum var
Theódór framkvæmdastjóri
hlutafélagsins „Freys“. Heimil-
ið var mannmargt og erilsamt.
Heilsu Þorbjargar fór hnign-
andi. Vorið 1931 varð hún að
fara á heilsuhælið á Vífilsstöð-
um. Sesselja systir hennar var
þar sjúklingur. Hún var þá mik-
ið veik, og vonlaust með bata.
Þorbjörg kom nógu snemma
til að geta setið hjá systur sinni
síðustu dagana, sem 'hún lifði.
Þetta var köld aðkoma, og hef-
ur vafalaust tafið fyrir bata
hennar, því að systumar voru
samrýmdar. Þorbjörg dvaldist
á hælinu um sumarið og hresst-
ist vonum framar. Veturinn eft-
ir fékk hún að fara heim. Eftir
nokkurn tíma veiktist hún aft-
ur. Fyrst lá hún heima, en var
svo flutt á sjúkrahúsið hér.
Hún dó í aprílmánuði 1932. Eft-
ir beiðni móður hennar var kist-
an flutt norður. Þorbjörg var
jörðuð í kirkjugarðinum á
Húsavík við hlið Sesselju systur
sinnar. Kveðjuathöfnin fór
fram að Sólbergi. Kistan var
borin af líkhúsinu og sett fram-
an við dyrnar. Þar stóð fólkið
umlhverfis hana: Maður hennar,
tengdafólk og kunningjar, auk
heimilismanna, sem Þorbjörg
þekkti ekki fyrr en eftir að hún
flutti vestur að Sólbergi. Því
næst var kistan flutt niður á
bryggju og um borð í skip, sem
beið ferðbúið á norður leið.
Þannig kvaddi Þorbjörg heim-
ili sitt. Þetta hafði hún séð fyrir
rúmum fjórum árum, áður en
það átti sér stað.
Ég hef reynt að segja sem
sannast og réttast frá því, sem
fyrir Þorbjörgu bar.
Að lokum endurtek ég orð
Theódórs Friðrikssonar, föður
hennar: „Hún var ekki öll í
þessum heimi, heldur var hún
skyggn, frá því er hún var
barn. Hún var blíðlynd og
barnaleg, og var sem ekkert ó-
hreint gæti nærri henni komið.“
7. Ó.
RITNEFND BLIKS
1962:
Lovísa Sigfúsdóttir, 3. b. bóknáms.
Ingólfur Hrólfsson, landsprófsdeild.
Páll Árnason, 3. b. verknáms.
Stefanna Haralz, 2. b. A.
Ólafur Ö. Ólafsson, 2. b. B.
Áki Haraldsson, 2. b. C.
Gunnar Sigurðsson, 1 b. A.
Guðjón R. Sigurmundsson, 1. b. B.
Ólafur Jónsson. 1. b. C.
Elías Angantýsson, 1 b. D.
Ritstjóri: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
k___________________________________;