Blik - 01.05.1962, Page 201
B L I K
199
konungur. Honum klígjaði ekki
við þeim.
Þorsteinn hafði reynt að
kenna landsprófsnemendum
nokkra bragfræði og að 'hnoða
saman vísu um veturinn. Nú
bað hann þá að botna:
Sjóveikir með sólarbrillur
seldu Ægi krásir dýrar.
Ólafur kom með botninn:
En Sigurður um sextán
dryllur
söng og lék við meyjar hýrar.
Hér mun sneitt að Sigurði
Jónssyni, sjóhetju af sægörp-
um kominn, sem lék nú við
hvern sinn fingur á vettvangi
ættarinnar og söng, þegar aðrir
ældu. Þrem fjórðu bregður til
blóðsins, ef satt er, að fjórð-
ungi bregði til fósturs, eins og
forfeðurnir fullyrtu.
Annars gekk ferðalagið til
Þorlákshafnar með „Lóðsinum"
mjög vel. Þar kvöddum við hina
ágætu skipshöfn með virktum
og þakklæti fyrir góða viðkynn-
ingu og gott kaffi og stigum inn
í langferðabifreiðina, sem beið
okkar á bryggjunni.
Fyrsti áfangastaðurinn var
Reykjavík. Þangað náðum við
kl. hálf átta um kvöldið. Við
hreiðruðum flest um okkur með
skólastjóra í húsi Gagnfræða-
skólans við Lindargötu og sváf-
um þar um nóttina. Sumir gistu
þó hjá ættingjum og viniun.
Allir skyldu mættir stundvís-
lega klukkan 7 næsta morgun.
Sem boðið var mættu allir
stundvíslega næsta morgun,
sem var 1. júní. Þá höfðu allir,
sem gistu í skólahúsinu drukk-
ið nægju sína af kakói, sem
Þorsteinn hafði „bruggað“ í
mannskapinn um morguninn og
þótti bragðast vel. Síðan var
lagt af stað norður.
Heldur fannst okkur, sem hjá
vinum höfðu gist, að gistivinir
skólans væru framlágir og syfj-
aðir fram undir hádegi. Þeir
munu 'hafa sofið lítið um nótt-
ina, sérstaklega sumir dreng-
irnir, ærslafullir og ólgandi eins
og Kristmann og Þórarinn, Sig-
urður og Óskar, sem vissulega
vissu af því, hvaða verur höfð-
ust við í hinni skólastofunni.
Mun skólastjóri hafa átt fullt í
fangi með óróaseggina til vam-
ar hinu veika, sem ekki er vert
að nefna. Þó var reynt að halda
uppi fjöri, syngja og senda
brandara. Þegar ekið var fram
hjá Esjunni, spurði annar far-
arstjórinn kíminn, hvort við
vissum, hvað þetta fjall héti.
Kvað þá við lagið „Vorkvöld
í Reykjavík."
Við búðina hjá hvalveiðistöð-
inni í Hvalfirði var numið stað-
ar og keypt eitthvað í gogginn.
Þaðan pantaði Þorsteinn mið-
degisverð handa hópnum í
Fornahvammi. — Fór nú að
færast líf í tuskurnar, mikið