Blik - 01.05.1962, Page 202
200
B L I K
sungið og Óli kosinn forsöngv-
ari. Hann reyndist þá ekkert
kunna nema „Blátt lítið blóm
eitt er“. Á Hvalfjarðarströnd-
inni benti skólastjóri okkur á
sögustaði, svo sem Saurbæ og
Ferstiklu.
Næst var viðdvöl höfð við
Andakílsá í Borgarfirðinum.
Þar „skein yfir landið sól á
sumarvegi“, svo sem fegurst má
verða, og var þar fagurt yfir
að líta. Þarna virtist skólastjóri
þekkja vel lönd og staði frá
skólaárum sínum á Hvanneyri,
— kennslustund sameinuð sögu
og landafræði.
I Fornáhvammi var etið vel,
áður en lagt var á Holtavörðu-
heiði. Þarna varð um klukku-
stundardvöl, snætt, teknar
myndir og leikið sér við hunda.
Allir voru í sólskinsskapi. En
brátt dró ský fyrir sólu, því að
á Heiðinni tók að hlaða í loftið
og eftir nokkra stund var farið
að rigna. Rigningin hafði þó
engin áhrif á skap okkar. Við
sungum og gerðum að gamni
okkar á ýmsan hátt. Bifreiðin
var ágæt og bílstjórinn örugg-
ur, Haukur Helgason, verulega
góður náungi frá „vondu fólki“
á sunnan-verðu Snæfellsnesinu.
Svona kemur dúfan iðulega úr
hraf nsegginu!
Stutt varð viðdvöl á Blöndu-
ósi, :— aðeins andartak, svo að
Kristmann gæti náð sér í
nokkrar smjörkökur í brauð-
búðinni þar. Við hin nutum góðs
af.
Á leið okkar um Skagaf jörð-
inn komum við í Glaumbæ og
skoðuðum þar byggðasafn
Skagfirðinga. — Þar fannst
okkur ánægjulegt að koma.
Safnvörðurinn var hinn alúðleg-
asti, sýndi okkur marga hluti
og skýrði frá þvi, til hvers þeir
voru notaðir. Við höfðum víst
flest okkar aldrei áður komið í
svona gamlan bæ. Það flaug
í hug okkar sumra, að ekki
væri að undra, þótt börn yrðu
myrkfælin í göngum þessum og
rangölum, dimmum og þröng-
um.
Klukkan tæplega 8 um kvöld-
ið komum við til Akureyrar.
Var þá rigning og drungaveður.
Við áttum þarna vísan gististað
í Gagnfræðaskólabyggingunni.
Þangað lögðum við því leið okk-
ar. Voru þá brátt skrínur fram
teknar og snætt af hjartans
lyst og löngun. Var til þess
tekið, hversu hraustlega sumir
tóku til matar síns og gátu mik-
ið í sig látið Ekki mun þó Óli
hafa verið í þeim flokki, eða
hvað? Kakó-bruggararnir voru
þeir Þórarinn og Þorsteinn sem
fyrr. Þótti þeirn vel takast.
Þegar matazt hafði verið,
fengum við fullt sjálfstæði til
klukkan hálf-tólf, en þá áttu
allir að vera komnir aftur í
skólahúsið.
Nemendur eyddu nú kvöldinu