Blik - 01.05.1962, Síða 210
208
B L I K
an. „Heyrðu, Bjössi, er þetta
einhver galdraleikur ?“ spurði
einn af strákunum. „Nei,“ sagði
ég stuttur í spuna og dálítið
drýldinn. „Jú, víst er þetta
galdraleikur. Heldurðu, að ég
viti það ekki?“ sagði ein telpan.
Síðan bætti hún við: „Svona
fer maður að, þegar maður fer
með hanagaldur. Að vísu eru
ekki búnar til rúður þá, heldur
hringir með punkti í miðjunni.
Svo lætur maður ’hana inn í
hringinn, og hann verður ringl-
aður af að horfa á hvítu strikin
og þorir ekki út fyrir. Það
er bara svona, sem þú ert að
búa til, og láttu ekki, eins og
þú kunnir eitthvað nýtt.“
Af því að hljóðið var svona í
þeim, þá var bezt að lofa þeim
að vita, hvað var á seyði. Ég
sagði þeim, að um veturinn
hefði ég lært afarskemmtilegan
leik, sem héti Paradís. Eitt
þeirra át það upp eftir mér og
spurði, hvort sér hefði heyrzt
rétt. Þau könnuðust ekki við
þetta orð nema úr Biblíusögun-
um. — Jú, víst hafði það heyrt
rétt, en ég áréttaði, að þetta
væri nú allt önnur Paradís en
þeirra Adams og Evu. Svo bauð
ég krökkunum í eina Kerling-
ar-Paradís. Við völdmn okkur
kringlótta, slétta steina og
byrj.uðum leikinn.
Nú sáu þau, að ég var ekki
að fara með neinn hanagaldur.
Þeim þótti leikurinn skemmti-
legur og sögðust ætla að búa
til Paradís á bæjarhellunni
heima hjá sér, ef þau gætu ein-
hvers staðar náð sér í krít.
Næstu daga jörmuðu krakkarn-
ir sýknt og heilagt og það þótti
enginn maður með mönnum,
hvorki fyrir sunnan læk eða
vestan, sem ekki gat hoppað i
Paradís.
Björn Sverrisson,
landsprófsdeild.
Tilveran og ég
Ég er aðeins 10 ára gömul og
á fátæka foreldra. Pabbi er
alltaf lasinn. Hann liggur í
rúminu hvern dag og hefur
helzt aldrei fótavist. Ég veit
ekki, hvað að honum er, því að
enginn hefur viljað segja mér
það.
Mamma verður að vinna fyrir
heimilinu, svo að við höfum
eitthvað til að lifa af. Hún þvær
gólf hjá ýmsum stofnunum, en
þess á milli prjónar hún hverja
stund fyrir fólk í bænum og
má sjaldan vera að því að sinna
mér um nokkurn hlut.
Þegar ég kem heim á daginn
úr skólanum, er allt svo ömur-
legt. Þá er oft ekki búið að
þvo upp og ótekið til í íbúðinni,
því að mamma verður að fara
að vinna strax eftir miðdegis-
verðinn. Það er því mitt hlut-
skipti að þvo leirinn, þegar ég