Blik - 01.05.1962, Síða 211
B L I K
209
kem heim og hefi borðað. Svo
verð ég að hafa kvöldmatinn til
reiðu, þegar mamma kemur
þreytt heim úr vinnunni. Ég
get aldrei verið úti og leikið
mér með hinum krökkunum, því
að ég verð alltaf að vera heima
til að hugsa um húsið og pabba.
Komið hefur það fyrir, að ég
hefi farið heim með einhverri
vinkonu minni á leið úr skólan-
um. Þá hefur mamma hennar
tekið á móti henni, haft kaffið
hennar tilbúið, og allt hefur
verið svo hreint og bjart og
elskulegt. Þá verður mér hugs-
að heim í litlu kjallaraíbúðina
okkar, sem er svo köld, rök og
hráslagaleg. Ég finn þá eitt-
hvað sérkennilegt í kverkunum,
eins og það sé kökkur. Líklega
er það grátur. Mér verður þá
stirt um málið.
Stelpurnar í bekknum mímun
fá stundum eitthvað nýtt, ég
helzt aldrei. Til þess þarf pen-
inga og þeir eru ekki til umfram
nauðsynlegustu þarfir heimilis-
ins. Þeir hrökkva vart fyrir
matnum og öllum lyfjunum,
sem pabbi þarf að fá. Ég verð
alltaf að vera í bættum og
stoppuðum fötum. Þess vegna
kalla strákarnir mig stundum
Bóthildi, en ég heiti Hildur.
Uppnefnð særir mig óskaplega.
En skólabræður mínir eru
miskunnarlausir. Þegar ég segi
mömmu þetta, segir hún, að ég
eigi að láta sem ég heyri þetta
ekki, því að aðalatriðið sé, að
fötin séu hrein, — bæturnar
aukaatriði. Og hún segir einnig,
að ég eigi ekki aðeins að hugsa
um fötin og útlitið, heldur eigi
ég að hugsa um sálina — hugsa
um það að vera góð stúlka og
þess háttar. Ég skil þetta ekki
vel. Mér finnst ég alltaf vera
góð stúlka. Við á þessum aldri
eigum víst stundum svo erfitt
með að skilja fullorðna fólkið,
og það þá líka okkur. Og ennþá
erfiðara veitist okkur að skilja
tilveruna, með öllu sínu mis-
rétti og miskunnarleysi.
Sædís Hansen,
3. bekk bóknáms.
Þegar ég man fyrsf eftir
mér!
(Ég og beljumar)
Ég fór í sveit í fyrsta skipti,
þegar ég var 6 ára. Og þessi
sveitarför er mér mjög minnis-
stæð. Fyrsta daginn í sveitinni
gerði ég ekki annað en að slæp-
ast og kynnast fólki og dýrum.
Þarna kynntist ég hundinum
Kjamma, beljunni Húfu, hest-
inum Jarp, öllum hænsnunum
og svo að sjálfsögðu öllu heim-
ilisfólkinu á bænum. Ég kom
fyrst á hestbak þennan sama
dag. Fyrst þegar ég sá þessa
,;ógurlegu“ skepnu, hestinn,