Blik - 01.05.1962, Qupperneq 213
B L I K
211
Þegar við vorum komnar út
að kofanum, kom hundurinn á
bæmun hlaupandi og gelti ein-
hver ósköp. Svo hljóp hann
ólmur til baka aftur. Þannig
var það nokkrum sinnum. Hús-
freyja sagði þá okkur telpun-
um að elta hann en varð sjálf
eftir hjá hænsnunum.
Nokkru fyrir ofan bæinn var
hóll. Bak við hann var lág.
Þangað hljóp hundurinn og var
kippkorn á undan okkur, en
við eltum 'hann.
Loksins sáum við, að hund-
urinn staðnæmdist hjá manni,
sem þar lá. Önnur telpan á
bænum bað manninn að standa
á fætur, en hann kvaðst ekki
geta það fyrir kvölum í öðrum
fætinum. Fór hún þá heim á bæ
til þess að sækja hjálp. Eftir
nokkra stund kom húsbóndinn
og vinnumaðurinn. Þeir báru
síðan manninn á milli sín til
bæjarins og hringdu í lækni.
Við læknisskoðun kom í ljós,
að maðurinn var fótbrotinn.
Hann hafði farið að skemmta
sér á hesti sínum og dottið af
baki.
Katrin Gunnlaugsdóttir,
3. bekk bóknáms.
Flogið í fyrsla sinn
Fyrir nokkrum árum var ég
lítill og góður mömmudrengur,
en núna er ég orðinn stór strák-
ur, nýbúið að ferma mig, og svo
er ég meira að segja kominn í
Gagnfræðaskólann.
Þegar ég var lítill, var það
mér efst 1 huga að verða prest-
ur, þegar ég væri orðinn stór.
Alltaf á hverju einasta kvöldi
las ég í Biblíunni og bað bænir
mínar heitt og innilega. En síðar
langaði mig meira til að verða
bílstjóri, flugmaður, skipstjóri
eða eitthvað annað, sem mér
datt í hug. — Núna, — já núna
er ég ekki langt frá því að vilja
verða flugmaður á geimskipi til
tunglsins, þegar þeir fara að
fara þangað t. d. með farþega.
Núna, þegar ég er orðinn
svona stór strákur og ekki
neinn mömmudrengur lengur,
minnist ég æskuára minna, þeg-
ar ég var lítill trítill, sem lang-
aði til að verða stór.
Ég hygg, að ég hafi verið 7
ára, þegar ég fór fyrst í ferða-
lag. Ég hlakkaði ákaflega mik-
ið til þess að fara þessa ferð,
sem von var. Ég man það vel,
að ég var alltaf að telja dag-
ana til ,,hinnar langþráðu
stundar.“ — Loks rann hún
upp, og ég var á leiðinni suður
á flugvöll í stóru bifreiðinni,
,,rútunni“. En blessuð ,,tíkin“
komst ekki lengra en upp að
Hábæ, því að þá var hún orðin
benzínlaus, svo við urðum að
fara í trogbíl það, sem eftir var
leiðarinnar.
Þegar á flugvöllinn kom, var