Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 214
212
B L I K
flugvélin ekki komin, svo að
farþegarnir urðu að bíða nokk-
urn tíma.
Allt í einu tók ég eftir ör-
litlum depli á móts við Blá-
tind. Brátt kom í ljós, að þetta
var flugvélin, sem ég átti að
fljúga með til Reykjavíkur, en
þangað var förinni heitið. Hún
færðist óðum nær og nú brun-
aði hún eftir flugbrautinni á
ofsahraða, hægði á sér og
beygði inn að flugskýlinu. Ég
greip dauðahaldi í pils mömmu,
því að ég hélt, að flugvélin ætl-
aði að aka á mig. Allt í einu
nam hún staðar og mér létti
mikið, þegar ég sá það.
Þegar allir farþegarnir höfðu
stigið af vélinni, gengum við
fjögur: ég, mamma, Magga
frænka og systir mín út að vél-
inni með fleira fólki, sem ætlaði
með henni.
Allan þennan tíma hafði ég
verið ákaflega eftirvæntingar-
fullur. En allt í einu varð ég
skelfingu lostinn. Ef flugvélin
hrapaði nú í sjóinn og ég
drukknaði! — Ég snarstanzaði
við þessa hugsun og sleit mig
lausan frá systur minni, hljóp
burt frá vélinni sem fætur tog-
uðu og stefndi áleiðis til flug-
skýlisins. En ég komst ekki
langt, því að systir mín náði
mér brátt. Ég barðist um eins
og vitlaus maður, beit og klór-
aði og gerðx alla hundakúnst-
ir, sem ég kunni, en ekkert stoð-
aði, því að systir mín var miklu
eldri og sterkari, þótt ég hins-
vegar þættist hafa krafta í
kögglum. Ég barðist því árang-
urslaust við ofureflið. Þegar
hún svo ætlaði með mig upp
flugvélartröppurnar, sleppti ég
mér alveg. Ég gargaði, sló,
sparkaði og reif í hárið á syst-
ur minni. Tii allrar hamingju
fyrir hana kom einhver maður
aðvífandi og hjálpaði henni.
Loks tókst þeim í sameiningu
að koma mér inn í vélina og
í sæti. Enn grét ég hástöfum
og hætti ekki fyrr en flugfreyj-
an gaf mér brjóstsykur.
Nú fór flugvélin að hreyfast,
og svo ók hún af stað eftir
flugbrautinni. Síðan hitaði hún
sig vel og rann svo af stað eftir
brautinni með vaxandi hraða.
Allt í einu tók hún að lyftast
frá jörðu. Eftir mjög skamma
stund var hún komin hátt á
loft og út yfir sjóinn. Ég var
steirihættur að gráta, var undr-
andi og hissa á þessu öllu sam-
an.
Allt í einu ,,datt“ vélin dá-
lítið. Ég fölnaði af hræðslu. „Nú
er hún að hrapa,“ hugsaði ég.
En svo reyndist ekki vera, og
ég jafnaði mig aftur. Svo sá
ég bát niðri á sjónum. Þá vakn-
aði áhugi minn. Rétt á eftir
sagði ég: „Mikið er gaman að
vera svona hátt uppi í loftinu.“
Eyjarnar mínar undurfögru
fóru stöðugt minnkandi, og