Blik - 01.05.1962, Page 218
216
B L I K
inn til sannindamerkis um at-
burðimi, sem gerzt hafði. Þeir
gáfu svo kirkjunni bringinn
með þeim ummælum, að hann
skyldi um langa framtíð prýða
hurðir Staðarkirkju, og þar er
hann sem sé enn.
Matthildur Sigurðardóttir,
2. bekk C.
Fáir eru smiðir í fyrsfa
sinn
Þegar ég var 9 ára gömul,
átti ég heima uppi í sveit fyrir
austan. Á sumrin var mikið
annríki á heyskapartímanum,
og ekki var kvenfólkið síður
önnum kafið en karlmennimir.
Dag einn var mamma sem
aðrir að vinna úti á túni í heyi.
Mín gætti auðvitað lítið í hey-
skapnum, en þó var ég að snú-
ast í kringum fólkið og mynd-
ast við að gera eitthvað.
Einu sinni voram við að
snúa í heyi í góðum þurrki. Það
var nokkru fyrir nónið. Þá kom
mamma til mín og spurði mig,
hvort ég gæti ekki verið svo
myndarleg að taka til kaffið
fyrir sig heima. Ég hélt það,
mikil ósköp. Ég flýtti mér svo
inn í bæ, og var himinlifandi
yífir því, að mamma skyldi
treysta mér fyrir þessu. Fyrst
hitaði ég kaffivatnið og hellti
upp á könnuna. Svo fór ég fram
í búr til þess að taka til brauð.
Þá fannst mér mamma eiga svo
lítið með kaffinu, að mér flaug
í hug að drýgja það eilítið og
baka nokkrar pönnukökur. Ég
náði því í stóru matreiðslubók-
ina hennar mömmu. Síðan
hrærði ég í pönnukökurnar. Ég
setti pönnuna á eldavélina og
fullan straum á. En þegar ég
vildi snúa pönnukökunni á
pönnunni, sat hún föst, loddi
blýföst við hana. — Hafði ég
gleymt að láta eitthvað í deig-
ið? Ég gáði og bar saman við
bókina. — Nei, svo var ekki.
— En þá mundi ég allt í einu
eftir því, að ég hafði séð
mömmu smyrja pönnuna með
tólg, áður en hún lét á hana
hveitisoppuna. Ég fór því fram
í búr og sá þar fullt fat af ó-
snertri tólg. Ég lét svo alltaf
svolítinn tólgarbita á pönnuna,
og nú gekk allt vel.
Á meðan ég var að baka, var
ég alltaf að hugsa um, hvað
fólkið mundi verða glatt yfir
því, að fá nýjar pönnukökur
með kaffinu. — Loks var ég
búin. Ég leit á klukkuna og sá,
að hún var orðin margt. Ég
fór því að haska mér. Ég setti
bolla á borðið og svo var allt
tilbúið.
Fólkið settist að borðinu. Það
dáðist að því, hve mikill lista-
rnaður ég var í pönnuköku-
bakstri, og ég var svolítið hrif-