Blik - 01.05.1962, Side 220
218
B L I K
en flesta grunar, hvað þar ger-
ist. Nú, þarna er honum fleygt
út bláum og bólgnum og lítur
hann nú orðið það stórt á sig,
að ef einhver kemur við hann,
kostar það handalögmál. í þeim
er hann barinn sundur og sam-
an, tennur brotnar og fötin
hans rifin og eyðilögð. Nú kem-
ur lögreglan og ekur honum í
Steininn. Daginn eftir vaknar
hann þunnur og man ekkert,
hvað skeð hefur, og þorir ekki
að láta sjá sig. Þetta hefur far-
ið upp í 4000 kr. eða meira, og
svo kvarta þessir veslingar og
kveina um, að þeir fái ekkert
kaup. Því miður er dálítið af
slíku fólki til, en ekki mjög mik-
ið, sem betur fer.
Nú læt ég þessu rabbi mínu
lokið og veit, að það hefur ver-
ið óþarfi, því að þetta vita allir,
sem nokkuð vita og vilja vita.
Með punktum og basta.
Helgi Kristinsson,
1961.
Fyrsfa síldin
Ég fór í fyrsta skiptið á síld
sumarið 1960 og var þá 15 ára
gamall.
Við héldum frá Vestmanna-
eyjum til Reykjavíkur, því að
þar var nótin. Eftir að búið var
að koma henni um borð, var
haldið til Siglufjarðar, en þar
var nótabáturinn.
Frá Siglufirði var stefnt í
norður. Ég átti fyrstu vakt og
skeði ekkert markvert á 'henni.
Eftir kvöldmat lagði ég mig.
Ekki hafði ég sofið lengi, er
ég vaknaði við hávaða mikinn
og hélt, að það væri ölæði stýri-
mannsins, því að hann var
nokkuð blautur og við skál á-
samt kokknum, þegar ég lagði
mig.
Samt hoppaði ég fram úr
kojunni og fékk 1 sama bili þann,
er í kojunni svaf fyrir ofan mig,
ofan á mig og allt var í öng-
þveiti. Það var rifist um stíg-
vél’n, meðan stýrimaðurinn, sem
var kominn á vakt og að mestu
leyti allsgáður aftur, lét blóts-
yrðin og skammirnar dynja nið-
ur um lúkarskappann.
Að lokum komumst við upp
og vorum þrír látnir fara í bát-
inn og var ég einn þeirra. Við
þrír stukkum út í nótabátinn
og hringsnérumst þar hver um
annan og vissi enginn, hvað
hann átti að gera eða hvar hann
átti að standa í bátnum.
Ekki stóð á fyrirskipunum
frá ,,kallinum,“ stýrimanninum
og vélstjóranum, en þeir voru
hinir einu af áhöfninni, sem á
síldveiðum höfðu verið áður.
Loks kom nú stýrimaðurinn
um borð til okkar og hljóp þar
um eins og berserkur og hróp-
aði, að svona og svona ættum
við að gera og standa. Eftir
góða stund var allt komið í