Blik - 01.05.1962, Side 223
B L I K
221
fékk tækifæri til að stríða hon-
um Óla ,,krata“, sem svo var
kallaður. Ég laumaðist upp í
herbergið hans kvöld eitt áður
en hann gekk til náða, og stráði
pipar á svæfilinn í rúminu hans.
Svo smeygði ég nokkrum ígul-
kerum, sem ég hafði fundið
niðri í f jöru, undir lakið í rúm-
inu hans, þar sem ég hugði bak-
hlutann helzt hvíla.
Það hefur víst fokið heldur
betur í piltinn, þegar hann lagð-
ist fyrir um kvöldið, og ekki
var hann lengi að finna
hrekkjalóminn! Næsta kvöld
kvaldi hann mig eftirminnilega.
Þá var ég að reika einsamall
niður við höfnina. Þegar ég
gekk fyrir hornið á Kumbalda,
var þrifið í mig. Tveir slöttung-
ar héldu mér föstum, en Óli
stóð glottandi hjá og horfði á.
Strákarnir tróðu mér ofan í
stóran trékassa og negldu síð-
an vandlega lokið yfir. Síðan
kváðust þeir ætla að grafa mig
lifandi. Ég hafði 'heyrt fólk
segja hroðalegar sögur af kvik-
settum mönnum. Ekkert í ver-
öldinni óttaðist ég meir en kvik-
setningu.
Þeir tóku kassann upp með
mér og kváðust vera á leið í
kirkjugarðinn. Ég brauzt um í
örvæntingu, öskraði, hótaði og
lamdi, en þeir þóttust ekki
verða þess varir og önzuðu mér
ekki einu orði. — Loks heyrði
ég, að Óli segir:
„Jæja, þá erum við komnir á
leiðarenda." Ég heyrði, að kass-
inn var látinn síga niður og
sandur og möl eða mold dundi á
honum. Kaldur sviti brauzt út
á enni mér. Ég grenjaði og þrá-
bað þá um að sleppa mér.
„Ættum við ekki að lesa
bæn?“ spurði einn strákanna.
„Það er nú heldur mikil við-
höfn,“ svaraði annar. — Skelf-
ing mín fór vaxandi. Mér fannst
satt að segja, að ég væri búinn
að vera nógu lengi í þessari
prísund. Ég hafði enga löngun
til að láta grafa mig lifandi,
hvorki í vígðri mold né óvígðri.
Þrátt fyrir marga skávanka á
þessum syndumspillta heimi,
langaði mig þó til að lifa leng-
ur og gleðjast yfir fegurð him-
insins og tilverunnar.
Ég tók nú á allri orku minni,
sem varð nú jafnvel meiri en
eðlilegt var, sparkaði af öllum
kröftum og spyrnti, unz eitt-
hvað lét undan. Önnur hliðin
í kassanum brotnaði. Ég tróðst
út allshugar feginn að vera laus
úr þessari klípu. Strákarnir sá-
ust hvergi, — Ég labbaði 'heim
á leið og afréð það með mér á
leiðinni, að hætta öllum hrekkj-
um og prakkaraskap. Skammt
var ég kominn fram hjá Kumb-
alda (en lengra hafði mig ekki
borið til ríkis hinna dauðu að
sinni), þegar strákarnir gripu
mig aftur og hótuðu mér afar-
kostum, ef ég steinþegði ekki