Blik - 01.05.1962, Síða 224
222
B L I K
um tiltæki þeirra. Ofan á allt
hitt varð ég að þola það. Þögn-
inni lofaði ég hátíðlega, enda
hefði ég líklega litla samúð
hlotið, hefði ég sagt frá þreng-
ingum mínum og ástæðunum
fyrir þeim.
Steinar Arnason,
landsprófsdeild.
Þegar við komum fyrsf í
Gagnfræðaskólann
Við minntumst á það vorið,
sem við lukum barnaprófinu,
hversu gaman hlyti að vera
að geta staðið sig vel í barna-
skólanum og fá svo að setjast í
,,góðan bekk“ í Gagnfræðaskól-
anum. Svo fengum við prófvott-
orðin okkar. Við tókum við
þeim með hjartslætti eftir að
hafa 'heyrt nöfnin okkar lesin
upp við slit barnaskólans.
Srunarið leið og Gagnfræða-
skólinn skyldi hefjast. Um
morguninn daginn þann, sem
skólinn skyldi settur, vorum
við með hálfgerða magapínu.
Við gerðum bæði að kvíða fyrir
og hlakka til. Svo klæddum við
okkur í beztu fötin okkar og
héldum á stað upp í skóla. Það
mun hafa verið á öðrum tím-
anum. Eldri og stærri nemend-
urnir flykktust að. Þá tókum
við að íhuga, hversu smáar við
værum vexti við hliðina á
„skessunum“ og ,,raumunum“,
og minnimáttarkenndin sagði
illa til sín. Við þóttumst hafa
lok'ð „pelabarnaskólanum“ um
vorið, en nú tók þá annar pela-
barnaskólinn við eða yngstu
bekkir hans. Mikið hlytu þessir
stórvöxnu nemendur að líta nið-
ur á okkur fyrstabekkjarnem-
endurna!
Upp tröppurnar liðum við
hægt og silalega. Allir stóru
nemendurnir sem verið höfðu
þarna fyrr, strunsuðu inn á
snyrtiherbergin og tóku til að
greiða sér og snurfusa. Það
þorðum við ekki, „smáfuglam-
ir“. Við stóðum hnípin á göng-
unum, ósköp lítil, með hjart-
slátt, sem við óttuðumst að hin-
ir heyrðu, þótt þeir sæju hann
ekki undir fötunum.
„Heyrðu, Sigga,“ sagði ég,
,,þú hefur heyrt um svarta list-
ann hérna í skólanum". Þessu
hvíslaði ég við eyrað á Siggu
vinkonu minni. ,Já,“ sagði
Sigga, ,,en Gunna segir, að þeir
séu fleiri en einn“. Það greip
okkur einhver ógn, er við hug-
leiddum alla þessa lista. Það
var sem sé fylgzt með öllum
gjörðum okkar í þessum skóla
og hverri hreyfingu, og allt
fært inn á einhverja dularfulla
lista. Þetta var allt hryllilegt.
Svo skyldi þá athöfnin hefj-
ast. Okkur var öllum boðið inn
1 fimleikasalinn. Mikið fannst