Blik - 01.05.1962, Page 225
B L I K
223
okkur þessir eldri nemendur
mundu líta niður á okkur. Þeir
voru eitthvað svo heimaríkir
og miklir fyrir sér, þegar inn
var gengið. Þeir voru víst svona
grobbnir!
Svo setti skólastjórinn skól-
ann með ræðu. Þá fannst okk-
ur, að við vera öruggari, þegar
hann hafði talað. Þetta var þá
ekki neitt sérstaklega skelfilegt.
Dugleg og iðin skyldum við
vera. Það var í fyrsta lagi.
Þetta hafði Lúlla systir sagt
mér. I öðru lagi skyldum við
vera iðin og dugleg. Þetta hafði
skólastjórinn sagt þeim eldri
einhverntíma. Og í þriðja lagi
þurfti dugnað og iðni til að
standa sig í þessum skóla, hafði
hann sagt. Nú, er það þá allt,
hafði einhver spurt hann. Þurfti
ekki einhverjar gáfur líka? Þá
hafði hann hlegið kankvíslega
og sagt: „Aðeins eilitla vit-
glóru.“ Þá var sem sé allt feng-
ið. Og höfðum við þá til brunns
að bera allan þennan dugnað?
Var þessi skammtur af vitglóru
til í kollinum á okkur? Við
Sigga vinkona mín höfðum
fengið 8 og 8,2 í aðaleinkunn í
barnaskólamnn. Bar það vott
um næga vitglóru? Mundum við
lenda í neðsta bekk? Þá hefð-
um við grátið, grátið.
Svo hófst skólastarfið. Allt
lék í lyndi. Við Sigga fengum
sæti í ’hæstu deild 1. bekkjar.
Og samskipti okkar við eldri
nemendur urðu góð. Aðeins einu
sinni lét ein stúlka í 3. bekk
okkur skiljast það, að við vær-
um litlar og lítilmótlegar.
,,Varstu ekki einu sinni lítil líka
og byrjaðir þú ekki einu sinni
í 1. bekk hér i skólanum?
Varstu þá eitthvað meiri en
við?“ Þá þagnaði sú stóra, en
slétti höfði. Síðan þaut hún inn
í snyrtiherbergið til þess að
greiða sér.
Tvær stórar í 3. bekk.
SPAUG
Eitt sinn var haldinn safnaðar-
fundnr í Eyjum. Rætt var um að
stækka kirkjugarðinn til norðurs.
Einar bóndi í Norðurgarði tók
til máls og mótmælti því kröftug-
lega, að kirkjugarðurinn yrði færð-
ur út til norðurs, slíkt væri brot á
siðgæðislögum kristinna manna og
minnti illa og óþægilega á leiðina
„norður og niður "
Síðan bar Einar bóndi fram þá
tillögu á fundinum, að enginn léti
jarða í nýja garðinum, yrði hann
mótaður fyrir norðan gamla garð-
inn, Safnaðarfundarmenn sam-
þykktu tillögu þessa einum rómi.
Gamli maðurinn í Norðurgarði
sagði oft frá ræðu sinni og tillögu
á þessum safnaðarfundi: „Eg réði
fundinum þeim," sagði hann.