Blik - 01.05.1962, Page 227
B L I K
225
Leiðrétting
í Bliki, ársriti Gagnfræðaskólans
hér, stendur á tols. 65 1961 í grein
um hjónin 1 Brekkhúsi, að móður-
systir Sigurbjargar í Brekkhúsi
hafi m. a. verið Guðbjörg kona
Magnúsar Guðmundssonar, Hlíðar-
ási. Upplýsingar þessar eru hafðar
eftir mér. Þarna hefur prentvillu-
púkinn brugðið meir en lítið á leik
eða annað ruglað efninu að miklum
mun. Þessi ættfærsla er, eins og
fjölmargir lesendur ritsins sjá, al-
röng.
Þegar ég gaf upplýsingar um
móðursystkin Sigurbjargar taldi ég
m. a. Björgu Ámadóttur á Gils-
bakka, Árna Árnason bónda á Vil-
borgarstöðum og Guðbjörgu á Hlíð-
arenda — endurtek Hlí'ðarenda —
Árnadóttur. Hún var alsystir Ingi-
bjargar móður Sigurbjargar í
Briekkhúsi. Guðbjörg í Hlíðarási
var hinsvegar Magnúsdóttir og
fædd að Hofsstöðum í Garðahreppi
og ekkert mér vitanilega skyld
Rimakotssystkinunum. Ruglazt hafa
þarna húsnöfnin Hlíðarendi og
Hlíðarás, hvernig svo sem nafn
Magnúsar Guðmundssonar er kom-
ið þarna inn í upplýsingar mínar
og þó eðlilegt að hann sé nefndur
C^I1 MYNDIN TIL VINSTRI:
SÍMASTÚLKUR í VESTMANNAEYJUM
Aftari rdð frá vinstri:
1 Hilda Árnadóttir, Ásgarði, 2. Sigurbjörg
Sigurðardóttir, Boðaslóð 2, 3. Vilborg
Guðjónsdóttir, Oddsstöðum, 4. Elin J.
Ágústsdóttir, Aðalbóli, 3. Þyri Gisladóttir,
Arnarhóli, 6. Ásta Kristinsdóttir, Löndum.
Fremriröð frá vinstri: 1. Guðrún Ag. Ósk-
arsdóttir, Ásgarði 3, 2. Kristin S. Þor-
steinsdóttir, Goðasteini, 3. Guðrún Jónas-
dóttir, Skuld, 4. Perla Björnsdóttir, Ból-
staðarhlið.
Myndin er tekin vorið 1948.
í sambandi við konu sína. En sem
sagt: Þau hjónin í Hlíðarási eiga
ekkert skylt við Rimakotssystkinin.
Þetta skal nú leiðrétt og nánari
upplýsingar gefnar, sem taka af
öll tvímæli og gefa lesendum rits-
ins fullkomnari vitneskju um Rima-
kotssystkinin.
Páll bóndi í Rimakoti Jónsson
var fæddur að Skíðabakka 1779,
dáinn 9. des. 1861, talinn 72 ára.
Kona hans var Guðrún, f. 1775, d.
13. jan. 1852, talin 77 ára. Árið 1816
bjuggu þau í Skækli. Sonur þeirra
var Árni f. áð Skækli 5. ágúst 1803.
Hann kvæntist 30. okt. 1829 Ing-
veldi Ormsdóttur frá Búðarhóli og
reistu þau bú að Skækli. Á mann-
tali 1829 búa þar Páll Jónsson, 50
ára, Guðrún Árnadóttir kona hans,
53 ára, ennfremur þau hjónin Árni
Pálsson, 26 ára, og Ingveldur kona
hans, 23 ára,
Árið 1835 er Árni orðinn bóndi
á þriðju hjáleigu Búðarhóls, þá tal-
inn 32 ára en Ingveldur 28 ára.
Árið 1840 er öll fjölskyldan kom-
in að Rimakoti í Landeyj um og er
þá þannig:
Páll Jónsson 61 árs, Guðrún
Árnadóttir 64 ára.
Árni Pálsson 37 ára og Ingveldur
Ormsdóttir 34 ára. Böm Árna og
Ingveldar eru þá talin:
Björg Árnadóttir ...... f. 1831
Páll Árnason .......... f. 1832
Nikulás Árnason ....... f. 1833
Una Árnadóttir ........ f. 1834
Guðbjörg Árnadóttir .. f. 1835
Sigríður Árnadóttir .... f. 1838
Ingibjörg Árnadóttir .. f. 1839
Ingveldur Ormsdóttir lézt 25. ág.
1843 talin 38 ára gömul. Sama árið
hefur yngsta barn þeirra fæðzt, þ.
e. Arni, f. 1843.
Árni Pálsson giftist aftur 9. sept.
1845 Vilborgu Þorsteinsdóttur.
Börn veit ég ekki með vissu frá
því hjónabandi, en líklega var son-
ur þeirra Jón, er var hér í Þór-
laugargerði.