Blik - 01.05.1962, Page 230
228
B L I K
Þessir góðu veiðimenn voru
jafnan mikils metnir og mjög
sótzt eftir að fá þá fyrir vinnu-
menn.
Eftir að Samúel fór frá Mið-
húsum, var hann á nokkrum
stöðum í Eyjum, unz hann festi
ráð sitt og kvæntist heitmey
sinni Margréti Gísladóttur
bónda í Görðum á Kirkjubæ.
Voru þau gefin saman í Landa-
kirkju 10. nóv. 1848. Svara-
menn voru: Gísli Jónsson Hálf-
dánarsonar á Klasbarða, hrepp-
stjóri í Presthúsum í Eyjum, og
Chr. Abel kaupmaður í Godt-
haab. -- Helmingafélag var með
þeim hjónum samkvæmt norsku-
lögum, og var morgungjöf ríf-
leg á þeirra tíðar mælikvarða
meðal alþýðufólks, 25 ríkisdal-
ir silfurs.
Ungu hjónin bjuggu fyrst í
sambýli við móður Samúels og
stjúpföður, Guðmund Guð-
mundsson, sem kenndur var við
Ringstedshús, sem var sama og
Jónshús (síðar Hlíðarhús).
Guðmundur var talinn hafa að-
hyllzt mormónatrú en var þó
aldrei skírður. Um Margréti
konu 'hans, móður Samúels, er
þess eigi getið, að hún hafi tek-
ið trúna. —
Guðmundur Guðmundsson
var ættaður úr Sigluvíkursókn.
Hann lézt 1865, 70 ára að aldri.
Margrét kona hans lézt árið
1862, hálfsjötug. — þau bjuggu
nokkur ár í Litlakoti (Lága-
koti), Við dauða Guðmundar,
sem mun hafa verið drykkfelld-
ur og allmikill fyrir sér 1 lífinu,
gerðist atburður, sem í frásög-
ur er færður.
Faðir Margrétar Gísladóttur,
konu Sainúels, en þær voru al-
nöfnur, hún og tengdamóðir
hennar, var Gísli Andrésson, er
til Eyja fluttist frá Velli í Hvol-
hreppi 1824, ekkjumaður með
ung börn. Hann hafði áður bú-
ið í Holtum, og þar var Mar-
grét dóttir hans fædd (20. nóv.
1822). Móðir Andrésar, föður
Gísla, var Néríður Andrésdótt-
ir. Magnús Andrésson, klaust-
urhaldari á Þykkvabæjar-
klaustri var faðir maddömu
Þórdísar á Ofanleiti, konu séra
Jóns Austmanns. Gísli Andrés-
son þótti greindarmaður og
fylginn sér. Hann var síðast
bóndi á Kirkjubæ og færði bæ-
inn sinn út úr bæjarþyrpingunni
og byggði nýjan bæ í móunum
suður af Kirkjubæ og nefndi
hann Garða. Nú eru þau bæjar-
hús löngu rifin og allt jafnað
við jörðu.
Talið er, að það hafi jafnvel
bjargað frönskum skipbrots-
mönnum, að bær var þarna.
Þeir brutu skip sitt við Urðir
og komust við illan leik í land,
kaldir mjög og hraktir, og hittu
af tilviljun einni í blindhríð og
'harðviðri um hánótt bæinn
Garða. Ekki sást heim að
Kirkjubæ og var því haldið, að