Blik - 01.05.1962, Page 231
B L I K
229
þeir hefðu eins vel getað villzt
suður á Hauga og orðið úti, svo
aðframkomnir sem þeir voru.
Hjónin Samúel og Margrét
hófu búskap með litlum efnum
eins og flestir í þá daga, en þau
voru bæði mestu dugnaðar- og
myndarmanneskjur, sem farn-
aðist vel, enda var Samúel mik-
ill forsjármaður og aflakló og
lá ekki á liði sínu. Þóttu víst
fáir honum fremri í fjallasókn
og veiðiskap, jafnvígur til sjós
og lands.
Hann hafði haldið sig vel og
þau hjón, fjörmaður mikill og
snyrtimenni. Sá ljóður var samt
á ráði hans, að hann var vín-
hneigður nokkuð. Það ágerðist
seinna og varð að ríkri ástríðu.
En Samúel var hugsandi mað-
ur og greindur vel og barðist
gegn drykkjuskaparhneigð
sinni. Þá voru eigi til nein bind-
indisfélög. Þvi hefur verið hald-
ið fram, að Samúel hafi gengið
í mormónaflokkinn til að reyna
með stuðningi hans að yfirstíga
drykkjuskaparhneigð sína, með
því að trúarbræður hans voru
allir miklir hófsmenn. Sigur
þessi féll Samúel í skaut, og
sannar það vel, hve mikið var í
hann spunnið.
Eitt af áhugamálum ungra,
dugandi manna, í Eyjum var að
komast að jörð, fá jörð til á-
búðar. Það fannst mörgum
sjálfstæðara og frjálsara líf.
Það leiddi einnig til rýmri efna-
hagsafkomu að vera bóndi á
jörð heldur en þurrabúðarmað-
ur. Ekki þurftu jarðabændur,
sem höfðu einhverjar skepnur
og úteyjaafnot, að sækja allt til
annarra. Fuglaveiðin þar og á
Heimalandi var þeim drjúgt
búsílag. Þeir voru ekki eins háð-
ir í öllu kaupmönnunum.
Samúel Bjarnason fékk ábúð
á einni Kirkjubæjarjörðinni og
hefur hlotið, eins og aðrir, að
greiða hátt festugjald eða til-
gjöf á jörðina. Gjald þetta, sem
rann í konungssjóð, mæddi
þungt á, og þó greiddu sumir
sinn síðasta skilding í festu-
gjald til þess að geta öðlast
ábúð jarðar.
Samúel mun hafa verið sjálf-
kjörinn foringi bænda í leigu-
málanum, bæði í fjalla- og út-
eyjasókn, og ekki er ólíklegt,
að hann hefði komizt í röð
heldri bænda í Eyjum og orðið
hreppstjóri með tímanum, hefði
allt gengið sinn vana gang. En
hér fór á annan veg. Atburð-
irnir leiddu til þess, að Samúel
varð sögufræg persóna, fyrsti
íslenzki landnámsmaðurinn í
Vesturheimi.
Þrátt fyrir dugnað sinn átti
Samúel við fjárhagslega erfið-
leika að stríða. Því olli ljóður
sá, er var á ráði hans og áður
getur.
Samúel gerðist mormóni og
mun hafa hneigzt að þeirri trú-
arstefnu fljótt, eftir að þeir