Blik - 01.05.1962, Síða 236
234
B L I K
er um að flutzt hafi að heiman
til Ameríku til að setjast þar
að. Helga var þá nær fertugu,
roskin og reynd. Henni mun
heldur ekki hafa verið fisjað
saman. Að henni stóð greindar-
og dugnaðarfólk. Helga var
fædd 12. júlí 1814 og ólst upp
hjá foreldrum sínum, er lengi
bjuggu á Ytri-Klasbarða í
Sigluvíkursókn í Stórólfshvols-
prestakalli. Þeir voru Jón Hálf-
dánarson og kona hans Kristín
Þorleifsdóttir.
Frá Danmörku heldur Helga
áfram ferðinni með hinum fá-
menna hópi landa sinna frá
Vestmannaeyjum. Hún mun
fljótt hafa aðhyllzt mormóna-
trúna, er hún var boðuð í Vest-
mannaeyjum, og sagt er, að
hún hafi ekki talið eftir sér að
hlaupa neðan úr Sandi upp fyr-
ir Hraun að Þórlaugargerði,
þar sem mormónar héldu sam-
komur sínar með nokkurri
leynd hjá Lofti Jónssyni bónda.
Er Eyjafólkið kom til Utah,
var Helga eftir í Salt Lake
City, en hin héldu til Spanish
Fork. Ekki löngu síðar kom
Þórður Diðriksson mormóni og
seinna trúboði frá íslandi til
Utah og staðnæmdist í Salt
Lake City. Helga Jónsdóttir og
Þórður voru þá einu Islending-
arnir í þessari borg. Þau munu
hafa þekkzt frá Vestmannaeyj-
um, og bæði voru þau alin upp
í Landeyjum, hann í Austur-
en hún í Vestur- eða Utlandeyj-
um. Þau giftust og bjuggu lengi
góðu búi á stórri jörð í Spanish
Fork og voru í miklum metum.
Helga lifði Þórð mann sinn,
varð 93 ára. Hún þótti greind
og mikil tápkona.
Samúel Bjarnason, kona hans
og áðurnefndir förunautar
þeirra komu til Utah 1855. Því
hefur verið haldið fram, að þaú
hafi farið frá Vestmannaeyjum
það sama ár. En víst er, að þau
hófu ferð sína frá Eyjum 1854.
Sökum langrar viðdvalar í Dan-
mörku náðu þau ekki fram til
Utah fyrr en árið eftir. Förin
yfir Ameríku tók afarlangan
tíma, sem kunnugt er af bréf-
um frá Lofti Jónssyni og því
fólki, er það fór til Utah, og
einnig af ferðasögu Þórðar Dið-
rikssonar.
Samúel Bjarnason er fyrsti
landnámsmaðurinn íslenzki í
Vesturheimi, og Margrét Gísla-
dóttir, kona hans, var fyrsta
landnámshúsfreyjan. Þau komu
til Salt Lake City, en var ráð-
lagt af sjálfmn mormónaforset-
anum Brigham Young að setj-
ast að í Spanish Fork, en þar
áttu danskir mormónar heima.
Samúel fékk sér úthlutað 160
ekrum lands í Spanish Fork og
talinn fyrsti landnámsmaður
þar. Gerðist hann mikill bóndi
og bætti mjög miklu landi við
sig. Hann átti mjög mikinn
kvikfénað. Sagt er, að Margrét