Blik - 01.05.1962, Page 246
244
B L I K
Halldórsson, útgerðarmann),
bæjarstjóra ísafjarðar til fyrir-
greiðslu síldarseljendum þar og
Kaupfélags Eyfirðinga á Akur-
eyri.
Símskeyti stjórnarinnar hljóð-
aði svo:
„Viljum kaupa 10—12 hundr-
uð tunnur af góðri, frosinni
beitusíld, veiddri eftir miðjan
ágúst. Tilboð óskast innan
þriggja daga um ákveðið tunnu-
tal og verð við bryggju hér.“
Viggó Björnsson, bankastjóri,
var hér umboðsmaður hlutafé-
lagsins Glámu á ísafirði um
sölu síldar. Hann var einnig
beðinn um að útvega tilboð frá
umbjóðendum sínum, og fleiri
komu til greina. Þannig reyndi
stjórnin jafnan að ná hagkvæm-
ustu síldarkaupunum.
Þegar hér er komið sögu,
fást orðið skip til síldarflutn-
inga, sem hafa frystirúm og
skila því síldinni mun betri og
óskemmdri að bryggju í Eyj-
um. En tilviljun var það, að fá
þessi skip til síldarflutninga,
svo fá voru þau. — Að þessu
sinni reyndist Gísli J. Johnsen
geta boðið félaginu hagstæð-
ustu síldarkaupin. Stjómin
keypti af honum 600 tunnur og
aðrar 600 af hlutafélaginu
Glámu á ísafirði. Verðið var 38
aurar hvert kg. hér á höfn.
Aðrir síldarseljendur vildu fá
40 aura fyrir hvert kg. síldar.
En stjómin hafði ekki bitið
úr nálinni með þessi síldarkaup
fremur en oft áður, Þegar síldin
kom og lest var opnuð, sýndi
það sig, að síldin var þíð og
farin að skemmast, að minnsta
kosti það, sem efst var í lestinni.
Þá tók þjarkið við. Síldin skyldi
metin, og þíð og skemmd síld
tekin frá. Oft kom til þess að
bæjarfógeti nefndi út matsmenn
til þess að inna þetta mat af
hendi. Að þessu sinni flutti
v/s Dronning Alexandrine
nokkuð af síldinni frá Isafirði
til Vestmannaeyja. Skipið hafði
kælirúm, og var hún því góð
vara. En vandhæfi vora á samt,
því að skipið komst ekki inn á
innri höfnina. Hver átti þá að
greiða uppskipunina, sem fór
fram á uppskipunarbátum, sem
vélbátur dró að bryggju. Að
þessu sinni varð það að sam-
komulagi á milli Viggós banka-
stjóra f. h. hlutafélagsins
Glámu og Isfélagsstjórnarinnar,
að hún greiddi uppskipunina að
öðru leyti en því, að Gláma
greiddi togbátunum, sem drógu
uppskipunarbátana frá skipi að
bryggju.
Bankinn lánaði Isfélaginu kr.
17.000,00 til allra þessara síld-
arkaup. Verður ekki annað
séð, en á milli bankastjóra og
Isfélagsstjórnarinnar hafi ríkt
gagnkvæmt traust, enda allir
þessir menn hinir mestu dreng-
skaparmenn, sem þekktust vel
og vissu, að svik í tafli kæmu