Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 247
B L I K
245
þar ekki til greina í viðskiptum.
Oft varð það úr, að ísfélags-
stjórnin keypti ófrosnu síldina,
sem efst var í lestum þessara
flutningaskipa, fyrir hálfvirði
eða svo eftir samkomulagi.
Ég hefi eytt nokkrum orðum
að þessum síldarkaupum til þess
að gefa lesanda hugmynd um
þessi viðskipti, hvernig þau í
rauninni áttu sér stað ár eftir
ár, sjaldnast án ýmiskonar erf-
iðleika og vanda.
Á haustin leitaði síðan stjórn-
in eftir hagkvæmustum kaupum
á kindakjöti í búð Isfélagsins.
Oft voru þau kaup gjörð við
Kaupfélag Borgfirðinga í Borg-
amesi. Greiðsla fyrir þær ferðir
var afráðin fyrirfram.
Haustið 1928 var útsöluverð
á dilkakjöti í Eyjum kr. 1,50 í
framhlutum og kr. 1,70 1 lær-
um. í nóvember þetta haust
hækkaði útsöluverðið í sam-
ræmi við verðið í Reykjavík og
varð kr. 1,70 og 2,00 krónur.
Þetta haust (1928) afhenti
stjórnin lögfræðingi útistand-
andi skuldir til innheimtu, sam-
tals kr. 18.491,20.
1 jan. 1929 festi stjórnin kaup
á mikilli síld bæði frá Norður-
landi og frá Noregi. Norska e/s
Lyra var þá í föstum ferðum
milli Noregs og Islands, frá
Björgvin til Reykjavíkur um
Vestmannaeyjar, hálfsmánaðar-
lega allt árið. Skipið hafði góð-
an útbúnað til að flytja síld, og
fékk því ísfélagið síld frá Nor-
egi með ferðum Lyru.
Fyrri hluta vertíðar 1929
voru mjög góðar gæftir í Eyj-
um og mikil útgerð þar. Beitu-
síld gekk því mjög til þurrðar.
Áður en liðið var fram í miðj-
an febrúarmánuð hafði Isfélag-
ið afhent bátum beitu sem hér
segir:
Frosna síld innlenda 61.117 kg.,
kolkrabba 16.769 kg. og 19.875
kg norska síld, samtals nær 98
smálestir af beitu. Þetta magn
nam hálfum beitubirgðum ís-
hússins. Þá var tekið að
skammta beituna. Skyldi hver
bátur fá 100 kg í róður. Jafn-
framt voru fest kaup á beitu-
síld frá Noregi.
Vorið 1929 veiddist töluverð
síld í net við Eyjar og keypti
ísfélagið nokkurt magn af
henni, fyrst á 50 aura hvert kg
og síðan á 24 aura, þegar leið
fram í aprílmánuð. Síldin veidd-
ist fram eftir sumri, a. m. k.
fram í júlímánuð.
Þetta vor, 15. maí, lézt Jón
Hinriksson, kaupfélagsstjóri og
formaður Isfélags Vestmanna-
eyja. Eftir fráfall hans var
Ólafur Auðunsson, útgerðar-
maður í Þinghól, kosinn for-
maður Isfélagsins. Hann var
með afbrigðum glöggur maður
á fé sem annað, ötull maður og
búhygginn, gætinn og athugull.
Haustið 1929 fluttu fjáreig-
endur í nálægum byggðum á